„Þetta er bara öðruvísi": Upplifun og skynjun kayakræðara á náttúrunni

Ritgerð þessi er 10 eininga lokaverkefni og hluti af Baccalaureus Scientiarum (BS) gráðu í Ferðamálafræði við Háskóla Íslands. Markmið ritgerðarinnar var að kanna hvernig kayakræðarar með hreyfingu sinni upplifa og skynja landslagið. Rannsóknarniðurstöður byggja á greiningu hálfstaðlaðra viðtala við...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigríður Perla Thorsteinson 1970-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26750
Description
Summary:Ritgerð þessi er 10 eininga lokaverkefni og hluti af Baccalaureus Scientiarum (BS) gráðu í Ferðamálafræði við Háskóla Íslands. Markmið ritgerðarinnar var að kanna hvernig kayakræðarar með hreyfingu sinni upplifa og skynja landslagið. Rannsóknarniðurstöður byggja á greiningu hálfstaðlaðra viðtala við sjö reynda kayakræðara sem flestir róa allan ársins hring. Viðtölin voru tekin á tímabilinu frá mars til apríl 2015. Niðurstöður leiða í ljós að upplifun frá sjó getur verið talsvert öflugri heldur en frá landi þar sem kayak opnar ekki aðeins aðgengi að afskekktari stöðum heldur gefur hann aðra sýn á landslagið. Sjólagið getur verið breytilegt frá einum degi til annars þannig að á kunnuglegu svæði er alltaf eitthvað nýtt að sjá sem eykur upplifunina. Kayakræðarar finna fyrir smæð sinni gagnvart náttúruöflunum en upplifa samt sem áður mikla frelsistilfinningu, tíminn skiptir ekki öllu máli og auðvelt er að vera einn með sjálfum sér. Lykilorð: sjó-kayak, sjór, upplifun, skynjun, náttúra, dýralíf, öryggi This essay is a part of Baccalaureus Scientiarum degree in Tourism from the University of Iceland. The thesis examines how kayakers feel and experience the environment when paddling. The findings are based on the analysis of semistructured interviews with seven experienced sea-kayakers who are very active and have travelled a lot around Iceland with their kayaks. The interviews were taken from mid Marz to mid April in the year 2015. The findings show that experiencing the environment from sea can be more intensive than experiences on land, as the sea kayak does not only give easier access to more isolated locations but does also gives you new perspectives. Conditions at sea can vary from one day to the next and therefore the experience is never the same even when paddling in familiar areas. Natural forces can be powerful and kayakers feel how small they are against them. Nevertheless kayaking gives a sense of wonderful freedom and solitude even when paddling in a group. Key words: sea kayak, sea, experience, ...