"Maður fer ekki í maraþon án þess að hafa æft sig.": Innsýn á valgreinar á efsta stigi grunnskóla

Tilgangur þessarar rannsóknar er að skoða hvort markmiðum aðalnámskrár varðandi valgreinar á efsta stigi grunnskóla sé framfylgt. Kannað var hver upplifun og reynsla nemenda er af vali og valgreinum og sýn fagaðila í grunnskólum. Rannsóknin fór aðallega fram í fjórum unglingaskólum á höfuðborgarsvæð...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: María Stefanía Stefánsdóttir 1981-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26747
Description
Summary:Tilgangur þessarar rannsóknar er að skoða hvort markmiðum aðalnámskrár varðandi valgreinar á efsta stigi grunnskóla sé framfylgt. Kannað var hver upplifun og reynsla nemenda er af vali og valgreinum og sýn fagaðila í grunnskólum. Rannsóknin fór aðallega fram í fjórum unglingaskólum á höfuðborgarsvæðinu. Tekin voru einstaklings-viðtöl við nemendur og náms- og starfsráðgjafa auk rýnihópsviðtala við skólastjórn-endur og valgreinanefnd á Akureyri. Niðurstöður leiddu í ljós að valgreinar veita nemendum ánægju í skólanum þar sem val þeirra byggist af áhuga og framtíðar-áformum. Jafnframt öðlast þeir aukna sjálfsþekkingu með því að velja sér valgreinar og prófa sig áfram með fjölbreyttum námsgreinum, en í ljós kom að stórir unglingaskólar geta veitt nemendum gott framboð af valgreinum. Samkvæmt niðurstöðum eru ýmis sóknarfæri í valgreinum fyrir náms- og starfsráðgjafa sem og náms- og starfsfræðslu í ljósi þess að valgreinar eru að veita nemendum tækifæri til að læra ákvörðunartöku sem tengist mótun eigin náms- og starfsferils. Jafnframt eru nemendur að fá tækifæri til könnunar sem og undirbúnings fyrir nám á næsta skólastigi. Stjórnendur og yfirstjórn menntamála geta nýtt sér niðurstöður þessarar rannsóknar og notfært sér valgreinar samhliða náms- og starfsfræðslu til að ýta undir starfsferilsþróun nemenda. This study aims to examine whether secondary-schools conform to curricular policy of providing students with opportunities for elective courses. The study focuses mainly on students experience of class electives, but the view of administrators and career and guidance counsellors are also elicited. The study was mainly conducted in four large secondary schools for students 13-15 years old in the metropolitan area. Individual interviews with students and career and guidance counsellors were conducted as well as focus group interviews comprised of school administration professionals and a coordinating body overseen elective courses across schools in relatively large municipality. Results show that having choices made ...