Skattlagning eftirgefinna skulda : er íslenskt lagaumhverfi nægilega skilvirkt?

Í kjölfar efnahagshrunsins á Íslandi árið 2008, þegar fjöldi fyrirtækja gengu í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu, kom í ljós að lítið hafði reynt á skattalega meðferð eftirgefinna skulda. Gildandi skattalög höfðu haft að geyma reglu þess efnis að skattleggja skyldi eftirgefnar skuldir, með und...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ómar Hvanndal Ólafsson 1991-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26744
Description
Summary:Í kjölfar efnahagshrunsins á Íslandi árið 2008, þegar fjöldi fyrirtækja gengu í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu, kom í ljós að lítið hafði reynt á skattalega meðferð eftirgefinna skulda. Gildandi skattalög höfðu haft að geyma reglu þess efnis að skattleggja skyldi eftirgefnar skuldir, með undantekningu um eftirgefnar skuldir einstaklinga utan atvinnurekstrar. Í kjölfarið voru sett bráðabirgðaákvæði sem ætlað var að hjálpa lífvænlegum fyrirtækjum í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu. Áttu ákvæðin að draga úr skattbyrði slíkra félaga, þar sem skattlagning hefði komið í veg fyrir endurreisn félagsins. Markmið þessarar ritgerðar er að svara því, hvort þær reglur sem settar voru til bráðabirgða séu nægjanlega skilvirkar og hafi skilað tilætluðum árangri. Þá er fjallað um þær reglur sem í gildi eru um skattlagningu eftirgefinna skulda og sérstök áhersla lögð á viðskipti þar sem kröfum er breytt í hlutafé í hinu skuldsetta félagi, en slík viðskipti voru tíð í kjölfar efnahagshrunsins. Ákvæðin urðu fyrir nokkurri gagnrýni þar sem þau svöruðu ekki þeim fjölda flóknu álitamála sem upp komu. Fjallað er um helstu dóma og úrlausnir skattamála til þess að fá skýrari mynd af viðfangsefninu, auk þess sem danskar reglur eru bornar saman við þær íslensku. Sá samanburður leiðir í ljós að þrátt fyrir að í báðum löndum skuli skattleggja eftirgefnar skuldir þá er framkvæmdin ólík. Samkvæmt hinum dönsku reglum skal aðeins skattleggja þá fjárhæð sem gefin er eftir umfram greiðslugetu skuldara á meðan íslensku reglurnar gera ráð fyrir að skattleggja alla eftirgjöfina, sem veldur því að í mörgum tilfellum verður fjárhagsleg endurskipulagning útilokuð vegna skattalegra áhrifa. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að reglur tekjuskattslaga um eftirgjöf skulda eru óskýrar og óskilvirkar. Einnig vekur það athygli, að ekki hafi verið horft til túlkunar danskra laga líkt og íslenskir fræðimenn gerðu fyrir efnahagshrunið, en dönsku lögin byggja á áratugalangri reynslu og dómaframkvæmd. After the financial crisis in Iceland in ...