Arfgerðargreining bleikjuafbrigða í Þingvallavatni

Hægt er að rannsaka tegundarmyndun með því að skoða mismunandi afbrigði sömu tegundar sem eru að aðskiljast erfðafræðilega. Bleikja (Salvinus alpinus) er tegund ferskvatnsfisks sem tilheyrir ætt laxfiska (Salmonidae). Bleikjuna má finna á norrænum slóðum og til eru mörg afbrigði af fiskinum. Í Þingv...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Völundur Hafstað 1994-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26670
Description
Summary:Hægt er að rannsaka tegundarmyndun með því að skoða mismunandi afbrigði sömu tegundar sem eru að aðskiljast erfðafræðilega. Bleikja (Salvinus alpinus) er tegund ferskvatnsfisks sem tilheyrir ætt laxfiska (Salmonidae). Bleikjuna má finna á norrænum slóðum og til eru mörg afbrigði af fiskinum. Í Þingvallavatni finnast fjögur mismunandi afbrigði bleikju: murta (PL), sílableikja (PI), dvergbleikja (SB) og kuðungableikja (LB). Raðgreining á umritunarmengi hefur varpað ljósi á stakar basabreytingar sem eru einkennandi fyrir PL, SB og LB. Átta þessara breytileika voru prófaðir með KASP arfgerðargreiningu. DNA úr bleikjuafbrigðunum fjórum var einangrað og sett í 96 brunna bakka. Settar voru fram fjórar rannsóknarspurningar: 1) voru þetta raunverulegar basabreytingar sem fengust úr raðgreiningunni, 2) eru stofnarnir fjórir aðskildir, 3) eru niðurstöður KASP í samræmi við niðurstöður raðgreiningarinnar og 4) er munur á milli PI og PL afbrigðanna? Kí-kvaðrat próf á tíðni arfgerða og allela milli afbrigða gáfu til kynna að raunverulegur breytileiki var á milli afbrigðanna á þessum lókusum (P<0,05). Ætla má að þetta séu aðskildir stofnar því hver breytileiki er ekki í Hardy-Weinberg jafnvægi. Innan afbrigða eru erfðamörkin í Hardy-Weinberg jafnvægi. Athugað var hvort að samræmi væri í tíðni breytileika hjá PI og PL og marktækur munur reyndist vera á stofnunum á fjórum breytileikum (P<0,05). Tíðni breytileika er í samræmi við gögnin sem fengust úr raðgreiningu umritunarmengisins. Munurinn á tíðni þessara tveggja rannsókna hjá hverju afbrigði er normaldreifður, en marktækur munur er á þessum rannsóknum hjá PL afbrigðinu og þegar öll afbrigðin eru skoðuð saman í t-prófi. Fylgnistuðull rannsóknanna er 0,96. Þessi rannsókn staðfestir að þessi fjögur bleikjuafbrigði eru erfðafræðilega frábrugðin, sem hjálpar okkur að skilja hvernig tegundarmyndun á sér stað. By examining different morphs of the same species that are in the process of genetic separation it is possible to shed light on the process of speciation. The Arctic ...