Það sem gott er og göfugt. Barnablaðið Æskan 1897-1941

Barnablöð á Íslandi eiga sér alllanga sögu og komu fyrstu blöðin út í lok 19. aldar. Barnablaðið Æskan, sem gefið var út af Stórstúku Íslands er langlífasta barnablaðið á Íslandi og kom nær samfellt út 1897−2005. Hér er fjallað um Æskuna frá 1897 til 1941 og farið yfir áherslur einstakra ritstjóra á...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Laufey Einarsdóttir 1969-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26612
Description
Summary:Barnablöð á Íslandi eiga sér alllanga sögu og komu fyrstu blöðin út í lok 19. aldar. Barnablaðið Æskan, sem gefið var út af Stórstúku Íslands er langlífasta barnablaðið á Íslandi og kom nær samfellt út 1897−2005. Hér er fjallað um Æskuna frá 1897 til 1941 og farið yfir áherslur einstakra ritstjóra á þessu tímabili hvað varðar efnisval þeirra og umfjöllun. Barnablöðin gegndu því hlutverki að siða og kenna börnum góð gildi og er Æskan þar engin undantekning. Í því sambandi má tala um siðfágun eða „dannelse“, sem er hugtak sem rekja má til upplýsingartímans. Hugmyndin um var sú að maður lagt eitthvað fram til eigin þróunar og sálarþroska með lestri blaða og bóka sem væru bæði til gagns og gamans, en það skipti máli hvað börnin lásu. Segja má að upplýsingartíminn hafi runnið inn í tilfinningasemi rómantíkurinnar í sögum fyrir börn og er þróunin sú í sögum Æskunnar; siðaboðskapurinn heldur áfram en afstaðan til barnsins er orðin tilfinningalegri og reynt er kalla á samúð lesandans með lítilmagnanum. Tímabilið sem fjallað er um hér er mikið umbrotatímabil í Íslandssögunni þar sem Ísland var að nútímavæðast og breytast úr sveitasamfélagi í iðnvætt þéttbýlissamfélag. Sjálfstæðisbaráttan var í fullum gangi og birtist það vel í barnablöðum frá þessum tíma. Þau áttu sinn þátt í því að móta íslenskt þjóðríki. Þeirra hlutverk var meðal annars að ala börnin upp og beina augum þeirra að því sem máli þótti skipta, að efla allt íslenskt, tungumálið, menninguna og þjóðarvitundina. Það er nokkuð mismunandi hversu mikla áherslu hver og einn ritstjóri á þessu tímabili leggur á siðaboðskapinn, bindindið, þjóðernisboðskapinn eða almenna skemmtun, en allir vilja þeir að börnin tileinki sér það sem gott er og göfugt. Children’s periodicals in Iceland have a long history and the first periodicals were published at the end of the 19th century. The children’s periodical Æskan (literally Youth) was published by the Icelandic branch of the abstinence organization International Order of Good Templars. Æskan was published with only minor ...