Svo lengi lærir sem lifir. Athugun á því hversu margir ljúka formlegri prófgráðu eftir raunfærnimat

Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hversu margir ljúka formlegu námi í iðngreinum eftir að hafa farið í gegnum raunfærnimat. Raunfærnimat er ein þeirra leiða sem farin hefur verið til að fjölga nemendum sem ljúka námi frá framhaldsskóla eins og stjórnvöld vinna að. Notuð voru gögn frá IÐUNNI fr...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sólveig Indriðadóttir 1988-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26607
Description
Summary:Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hversu margir ljúka formlegu námi í iðngreinum eftir að hafa farið í gegnum raunfærnimat. Raunfærnimat er ein þeirra leiða sem farin hefur verið til að fjölga nemendum sem ljúka námi frá framhaldsskóla eins og stjórnvöld vinna að. Notuð voru gögn frá IÐUNNI fræðslusetri um þá sem lokið höfðu raunfærnimati og þau tengd við nemendaskrá og prófaskrá Hagstofu Íslands. Niðurstöður leiddu í ljós að rúmlega þriðjungur (36,2%) þeirra sem létu meta raunfærni sína í iðngreinum á tímabilinu 2007-2012 höfðu lokið formlegu námi árið 2013. Af þeim sem innritaðir voru í nám á tímabilinu höfðu 55,6% lokið prófgráðu. Niðurstöður bentu til þess að rúmlega helmingur (54,3%) þátttakenda hefði lokið prófi frá sömu grein og raunfærni var metin í og að þeir hefðu þurft tíma til að ljúka námi. Einnig mátti sjá að 36,7% fóru ekki í nám eftir að hafa gengist undir mat á raunfærni. Miðað við þessar niðurstöður má draga þá ályktun að fjöldi þeirra sem lýkur formlegri prófgráðu í kjölfar raunfærnimats sé ásættanlegur. Árangurinn mætti vera betri til að marki stjórnvalda væri náð og því er mikilvægt að kanna hvort aðgengi að námi á framhaldsskólastigi sé nægjanlega gott fyrir þá sem fara í raunfærnimat. The aim of this study is to see how many completed formal education in trades after having undergone validation. Validation is one of the measures that have been taken to increase the number of students who graduate from college as government work upon. Data from the educational institution IDAN was used on those who have completed validation and associated with the student and examination record of Statistics Iceland. The results show that over a third (36.2%) of those who were assessing their competence in trades during the period 2007 to 2012 completed studies in 2013. Of those who were enrolled in education over the period were 55.6% graduates. Results indicated that more than half (54.3%) of the participants graduated from the same profession and competence assessed in and they needed time to ...