Viðrar vel til virkjanaframkvæmda? Forsendur hagsmunahópa náttúruverndarsinna til áhrifa á opinbera stefnumótun virkjanamála í neðri hluta Þjórsár

Í ritgerðinni er leitast við að skoða forsendur hagsmunahópa náttúruverndarsinna til áhrifa á stefnumótun stjórnvalda í virkjanamálum í neðri hluta Þjórsár. Þetta er gert með því að greina stefnumótunarferli stjórnvalda með hjálp dagskrárkennninga; kenningu Kingdon um glugga tækifæranna (2011), kenn...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jana Eir Víglundsdóttir 1993-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26565
Description
Summary:Í ritgerðinni er leitast við að skoða forsendur hagsmunahópa náttúruverndarsinna til áhrifa á stefnumótun stjórnvalda í virkjanamálum í neðri hluta Þjórsár. Þetta er gert með því að greina stefnumótunarferli stjórnvalda með hjálp dagskrárkennninga; kenningu Kingdon um glugga tækifæranna (2011), kenningu Knill og Tosun um skilgreningu vandamála (1994) og kenningu Baumgartner og Jones um möguleika hagsmunahópa til áhrifa (1994). Auk þess verður stuðs við kenningu Ingelhart um eftirnútímann (1977). Virkjanakostirnir þrír í neðri hluta Þjórsár, Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun, og flokkun þeirra í orkunýtingarflokk, biðflokk eða friðunarflokk, hafa árum saman verið umdeildir. Stjórnvöld hafa ekki náð að sameinast um niðurstöðu enda eru uppi margar ólíkar stefnur um málið. Niðurstaða ritgerðarinnar er að hagsmunahópar náttúruverndarsinna eru í veikri stöðu gagnvart sterkum kerfum stuðningsmanna virkjanaframkvæmda. Breytingar svo sem gildabreyting, breytingar á alþjóðaumhverfinu og ríkisstjórnarskipti virðast hafa meira vægi en starf náttúruverndarsinna. Líklega verða það slíkar breytingar sem munu móta umhverfi stjórnvalda og þar með hafa úrslitarvald á lokaniðurstöðu hvort virkjað verði í neðri hluta Þjórsár. This thesis aims to explore the possibilities for environmental interest groups to influence the government’s decision making on whether to allow the construction of three hydroelectric power plants in the lower parts of the river Þjórsá in South Iceland. This is achieved by analysing the government’s policy-process, making use of Kingdon’s theory on a policy window, (2011), Knill and Tosum’s theory on problem definition and agenda setting (1994), Baumgartner’s theory on the influence of interest groups (1994), and Ingelhart’s theory on post-materialism (1987). The three possible power plants, Hvammur, Holt, and Urriðafoss, have been a controversial matter for years and authorities have not yet concluded whether to allow the construction or not. The conclusion of the thesis is that ...