„Ég var ekki eini homminn á Íslandi.“ Áhrif Harðar Torfasonar á réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi, saga baráttunnar og saga samkynhneigðar sem fráviks

Markmið verkefnisins var að skoða hvernig samkynhneigð hefur þróast frá því að vera álitin frávikshegðun á Íslandi, skoða sögu réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi og þátt Harðar Torfasonar í henni. Frávikshegðun verður skilgreind út frá sjónarhornum pósitífisma og mótunarhyggju, farið verður yf...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Birna Dröfn Jónasdóttir 1985-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26560
Description
Summary:Markmið verkefnisins var að skoða hvernig samkynhneigð hefur þróast frá því að vera álitin frávikshegðun á Íslandi, skoða sögu réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi og þátt Harðar Torfasonar í henni. Frávikshegðun verður skilgreind út frá sjónarhornum pósitífisma og mótunarhyggju, farið verður yfir stimplun og áhrif hennar á einstaklinga. Réttindabaráttunni verða gerð skil út frá Samtökunum ´78 og lagalegum breytingum sem átt hafa sér stað ásamt því að viðtali sem tekið var við Hörð Torfason og birtist í tímaritinu Samúel árið 1975 verða gerð skil út frá hans upplifun og áliti höfundar. Höfundur hitti Hörð þann 25. Nóvember 2016 í Reykjavík og tók við hann viðtal þar sem helst var reynt að nálgast upplýsingar um upplifun Harðar á meðan á viðtalinu í Samúel stóð, aðdraganda þess og afleiðingum. Verkefnið sýnir fram á að miklar breytingar hafa orðið á áliti íslensks samfélags á samkynhneigð og samkynhneigðum einstaklingum sem og á lagalegum rétti þeirra. Hörður gefur greinagóðar upplýsingar um þá þætti sem höfundur sóttist eftir að vita. Hann lýsir upplifun sinni á viðtalinu í Samúel vel og fer gaumgæfilega yfir þátttöku sína í stofnun Samtakanna ´78 og þátt sinn í réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi.