Þvagleki á meðgöngu og eftir fæðingu : forprófun á spurningalista

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Rannsókn þessi er lokaverkefni til B.Sc. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólanum á Akureyri. Tilgangur rannsóknarinnar var að hanna og forprófa spurningalista um þvagleka á meðgöngu og eftir fæðingu. Rannsóknarspurningin var þessi: „er mæl...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Eydís Ingvarsdóttir, Ingibjörg Jóhannesdóttir, Jóhanna Margrét Ingvarsdóttir 1969-, Jónína Pálsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2003
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/265
Description
Summary:Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Rannsókn þessi er lokaverkefni til B.Sc. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólanum á Akureyri. Tilgangur rannsóknarinnar var að hanna og forprófa spurningalista um þvagleka á meðgöngu og eftir fæðingu. Rannsóknarspurningin var þessi: „er mælitækið réttmætt og áreiðanlegt við mat á þvagleka á meðgöngu og eftir fæðingu?”. Rannsóknin var megindleg og notast var við lýsandi og tengsla rannsóknaraðferð. Þátttakendur voru 15 konur sem komu með börn sín á aldrinum sex vikna til sex mánaða í ungbarnavernd Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri og voru valdir með þægindaúrtaki. Við tölfræðilega úrvinnslu rannsóknarinnar var notast við hugbúnaðinn Statistical package for social sciences (SPSS) og töflureikninn Microsoft Excel. Ítarleg heimildaleit var gerð til að fá glögga mynd af viðfangsefninu. Þvagleki er mikið feimnismál og hefur víðtæk áhrif á líf og andlega líðan þeirra kvenna sem af honum þjást. Þvagleki er nokkuð algengt vandamál á meðgöngu og eftir fæðingu. Orsakir og áhættuþættir eru fjölmargir og niðurstöðum rannsókna ber ekki saman um hvaða þættir eru mikilvægastir. Ýmis árangursrík úrræði standa til boða en jafnframt er fræðsla til kvenna og opin umræða í þjóðfélaginu um þvagleka mikilvæg. Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður hafa góð tækifæri til að láta að sér kveða á þessum vettvangi. Niðurstöður sýndu að ýmsir gallar voru á spurningalistanum og voru endurbætur gerðar í samræmi við það. Ein spurning var felld út, nýrri spurningu bætt við og einni spurningunni var skipt í tvær. Orðalagi í mörgum spurningum og svarmöguleikum var breytt og nýjum svarmöguleikum bætt við. Rannsakendur töldu þessar breytingar auka réttmæti og áreiðanleika spurningalistans. Rannsakendur hafa styrkst ennfrekar í sannfæringu sinni um mikilvægi þess að forprófa og undirbúa vel ný mælitæki til rannsókna. Forprófun er nauðsynleg til þess að spurningalistinn verði sem best úr garði gerður og gefi þannig áreiðanlegri niðurstöður. Í ljósi þeirra breytinga sem gerðar voru á ...