Tengsl vikulegra hreyfingar og svefnlengdar íslenskra unglinga

Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvort tengsl séu á milli magns hreyfingar og svefnlengdar unglinga. Einnig eru könnuð tengsl hreyfingar og skilvirkni svefns (hlutfall svefns af heildarhvíld um nætur). Rannsóknin er hluti af stærri rannsókn sem heitir „Heilsuhegðun ungra Íslendinga“. Þátttake...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Berglind Valdimarsdóttir 1989-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26470
Description
Summary:Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvort tengsl séu á milli magns hreyfingar og svefnlengdar unglinga. Einnig eru könnuð tengsl hreyfingar og skilvirkni svefns (hlutfall svefns af heildarhvíld um nætur). Rannsóknin er hluti af stærri rannsókn sem heitir „Heilsuhegðun ungra Íslendinga“. Þátttakendur voru nemendur í 10. bekk árið 2015 og notast var við niðurstöður frá 281 einstaklingi sem koma úr sex mismunandi grunnskólum í Reykjavík. Rannsóknin er þversniðsrannsókn og er byggð á megindlegri aðferðarfræði, þar sem þátttakendur svöruðu spurningalistum um svefn og hreyfingu ásamt því að bera hröðunarmæla á sér samfleytt í 7 daga. Samkvæmt niðurstöðum úr rannsókninni eru tengsl á milli fjölda klukkustunda af hreyfingu á viku og svefnlengdar hjá bæði stúlkum (r= -0,22, p=0,02) og drengjum (r=0,28, p=0,00). Þessar niðurstöður komu í ljós með því að skoða útkomuna úr hröðunarmælum hjá þátttakendum. Það fundust hinsvegar engin marktæk tengsl á milli magns hreyfingar og skilvirkni svefns. Þátttakendur sem uppfylltu alþjóðleg viðmið um hreyfingu (60 mínútur á dag af miðlungs eða mikilli ákefð) voru ekki líklegri til að uppfylla alþjóðleg viðmið um svefn (8 – 10 klukkustundir). Ekki var marktækur munur á milli kynja á hreyfingu eða svefnlengd. Bæði kyn sváfu marktækt lengur um helgar en á virkum dögum. Um 50% þátttakenda telja sig oftast sofa nóg þó meðalsvefn þátttakenda sé aðeins 6 klukkustundir og 39 mínútur að meðaltali yfir eina viku sem er of lítið m.v. ráðleggingar. Ónógur svefn hefur áhrif á líkamlegt og andlegt ástand einstaklings bæði í daglegu lífi og til að stunda aukna hreyfingu. Mikilvægt er að auka vitund á því hvað svefn og hreyfing er lítil hjá unglingum og nýta þá möguleika sem bjóðast til að bæta úr aðstæðum.