Samstarf leikskólakennara og barnaverndrastarfsmanna á Akureyri. Upplifun og væntingar.

Markmið þessarar rannsóknar var að skoða samstarf leikskólakennara og barnaverndarstarfsmanna hjá Akureyrarbæ og rannsaka hvaða upplifun og væntingar þessar starfsstéttir hafa til samstarfsins sín á milli. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð við gerð rannsóknarinnar. Tekin voru sjö viðtöl við...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Katrín Reimarsdóttir 1991-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26407
Description
Summary:Markmið þessarar rannsóknar var að skoða samstarf leikskólakennara og barnaverndarstarfsmanna hjá Akureyrarbæ og rannsaka hvaða upplifun og væntingar þessar starfsstéttir hafa til samstarfsins sín á milli. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð við gerð rannsóknarinnar. Tekin voru sjö viðtöl við starfsmenn Akureyrarbæjar, fjögur við leikskólakennara og þrjú við barnaverndarstarfsmenn. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að upplifun viðmælenda er að efla megi samstarf leikskólakennara og barnaverndarstarfsmanna á Akureyri og væntingar þeirra eru að samstarfið aukist. Rannsókn þessi hefur leitt í ljós að viðmælendurnir telja nánd við foreldra og vilja leikskólakennara til að leiðbeina foreldrum til að koma í veg fyrir tilkynningar vera helstu ástæðurnar fyrir fáum tilkynningum frá leikskólum til barnaverndar. Leikskólakennararnir upplifa skort á fræðslu um tilkynningarskylduna og barnaverndarstarfsmennirnir upplifa vanþekkingu og óöryggi meðal leikskólakennaranna. Viðmælendurnir hafa þær væntingar að fræðsla um tilkynningarskylduna og barnavernd verði aukin í námi leikskólakennara. Væntingar leikskólakennaranna eru að barnaverndarstarfsmennirnir verðu sýnilegri og samstarfið persónulegra. Barnavernd Akureyrarbæjar hefur lagt áherslu á aukið samráð við leikskóla Akureyrar síðan árið 2014 með því að hafa tengiliði frá barnavernd við leikskólana og virðast þeir vera að gera starfið persónulegra og upplifun viðmælenda af þeim er góð. Leikskólakennararnir upplifa lítið upplýsingaflæði frá barnavernd, að lokað sé á þá eftir að þeir hafa tilkynnt um mál þangað og gengið sé framhjá þeim sem fagmönnum. Barnaverndarstarfsmennirnir upplifa að þeir sitji ekki á neinum upplýsingum og velta fyrir sér hvort skortur sé á upplýsingaflæði innan leikskólanna. Viðmælendurnir voru sammála um að hafa leikskólakennara oftar með í gerð áætlunar, að opna mætti fleiri mál á tilkynningarfundi með leikskóla, barnavernd og foreldrum og halda mætti fleiri samráðsfundi. Lykilorð: Barnavernd, leikskóli, barnaverndarstarfsmaður, ...