„Ég var bara eins og eitthvað jó-jó“ Jöfn búseta barna í stjúpfjölskyldum

Formgerð fjölskyldunnar tekur sífellt breytingum í nútímasamfélagi. Ákveðin prósenta hjónabanda og sambúða enda með skilnaði og stór hópur barna fæðist hjónabands eða sambúðar. Í flestum tilfellum fara foreldrar þá sameiginlega með forsjá barns og dvelja börn nú í sífellt auknum mæli á heimilum begg...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jónína Rut Matthíasdóttir 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26395
Description
Summary:Formgerð fjölskyldunnar tekur sífellt breytingum í nútímasamfélagi. Ákveðin prósenta hjónabanda og sambúða enda með skilnaði og stór hópur barna fæðist hjónabands eða sambúðar. Í flestum tilfellum fara foreldrar þá sameiginlega með forsjá barns og dvelja börn nú í sífellt auknum mæli á heimilum beggja foreldra, í svokallaðri jafnri búsetu. Í þeim tilfellum sem börn búa ekki hjá báðum foreldrum sínum eignast þau gjarnan stjúpfjölskyldu á öðru eða báðum heimilum foreldra sinna. Mikilvægt er að skoða, út frá sjónarhorni barna, hver upplifunin er á jafnri búsetu. Markmið þessarar rannsóknar er að veita innsýn í upplifun uppkominna barna á jafnri búsetu í æsku, með sérstöku tilliti til þess hvernig þau upplifa sig tilheyra á báðum heimilum og hver áhrif stjúptengsla eru á fyrirkomulagið. Rannsóknarspurningarnar eru eftirfarandi: Hver er upplifun og reynsla uppkominna barna af jafnri búsetu og að tilheyra báðum heimilum? Hver eru áhrif stjúptengsla á jafna búsetu barna? Niðurstöður ritgerðarinnar eru byggðar á eigindlegri viðtalsrannsókn við sjö einstaklinga sem allir höfðu verið í jafnri búsetu í æsku og tilheyrt stjúpfjölskyldu á öðru eða báðum heimilum. Niðurstöður sýna að forsendur jákvæðrar upplifunar af búsetufyrirkomulaginu er meðal annars nálægð heimila, gott samband við báða foreldra og góð tengsl við stjúpfjölskyldumeðlimi. Slæm tengsl við stjúpfölskyldumeðlimi leiðir til neikvæðari upplifun af jafnri búsetu. Niðurstöður sýna því að gæði stjúptengsla hefur áhrif á upplifun barna af jafnri búsetu. Að auki gefa niðurstöður vísbendingar um að tilfinningin að upplifa sig tilheyra heimilum beggja foreldra sé ein stærsta áskorun sem börn í stjúpfjölskyldum mæta í jafnri búsetu. Lykilorð: Jöfn búseta, stjúpfjölskylda, foreldrar, samskipti, að tilheyra The structure of families is constantly changing in a modern society. In Iceland a high rate of divorce is a fact and in most cases parents have shared custody. Children whose parents no longer live together spend an increased amount of time sharing their homes ...