Forsjársviptingar í barnaverndarmálum, með hagsmuni barns að leiðarljósi

Á undanförnum árum hefur forsjársviptingum í barnaverndarmálum fjölgað hér á landi. Markmið þessarar rannsóknar var því að kanna helstu ástæður fyrir forsjársviptingu á tímabilinu 1. janúar 2008 til 31. desember 2015. Einnig var markmiðið að kanna á hvern hátt hagsmunir barns eru hafðir að leiðarljó...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Thelma Hrund Guðjónsdóttir 1968-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26388
Description
Summary:Á undanförnum árum hefur forsjársviptingum í barnaverndarmálum fjölgað hér á landi. Markmið þessarar rannsóknar var því að kanna helstu ástæður fyrir forsjársviptingu á tímabilinu 1. janúar 2008 til 31. desember 2015. Einnig var markmiðið að kanna á hvern hátt hagsmunir barns eru hafðir að leiðarljósi í málsmeðferð í samræmi við ákvæði barnaverndarlaga um réttindi barns. Ekki hafa áður verið gerðar rannsóknir á slíku viðfangsefni hér á landi. Rannsóknin hefur því hagnýtt gildi sem getur opnað á umræðu um aðstæður og málefni barna í forsjársviptingarmálum. Með auknum skilningi og umræðum er hægt að leggja grunn að tillögum til úrbóta sem stuðlar að minni tilfinningalegum skaða sem barn verður fyrir í langri málsmeðferð. Aukinn skilningur á áhrifum forsjársviptingar á börn gæti hjálpað fagfólki að vinna með slíkar aðstæður. Við gerð rannsóknarinnar var notast við eigindlega innihaldsgreiningu þar sem innihaldsgreindir voru allir birtir Héraðs- og Hæstaréttardómar í forsjársviptingum í barnaverndarmálum á tímabilinu 1. janúar 2008 til 31. desember 2015. Niðurstöður sýna fram á að helstu ástæður fyrir forsjársviptingu á tímabilinu sem rannsakandi skoðaði voru áfengis- eða vímuefnaneyslu foreldra eða í 40,7% tilfella. Málsmeðferð frá upphafi barnaverndarmáls til forsjársviptingar getur oft tekið langan tíma en niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á að meðaltími málsmeðferða var fjögur ár. Niðurstöður sýndu að hagsmunir barna voru hafðir að leiðarljósi við málsmeðferð varðandi forsjársviptingu þótt ekki bæri mikið á þátttöku þeirra, en einungis tíu börn af 38 fengu talsmann samkvæmt gögnum rannsakanda. Með tilkomu barnaverndarlaga nr. 80/2002 og samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins má samt greina að þátttaka barna hefur aukist á undanförnum árum í málum sem þau varða. Lykilorð: Forsjársvipting, barnavernd, þátttaka, hagsmunir, vernd. In recent years the number of custody suspensions in childcare cases has increased in Iceland. The aim of this study was to explore the grounds for such suspensions during ...