Svæðisbundin áhrif ferðaþjónustu

Hinn öri vöxtur ferðaþjónustunnar á Íslandi hefur haft samfélagsleg, jafnt sem efnahagsleg áhrif, í byggðum landsins. Í þessu erindi eru kynntar niðurstöður greiningar á svæðisbundnum efnahagsáhrifum ferðaþjónustu, og hvaða gögn það eru sem geta legið slíkri greiningu til grundvallar. Rannsóknin var...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Lilja B. Rögnvaldsdóttir 1975-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26340
Description
Summary:Hinn öri vöxtur ferðaþjónustunnar á Íslandi hefur haft samfélagsleg, jafnt sem efnahagsleg áhrif, í byggðum landsins. Í þessu erindi eru kynntar niðurstöður greiningar á svæðisbundnum efnahagsáhrifum ferðaþjónustu, og hvaða gögn það eru sem geta legið slíkri greiningu til grundvallar. Rannsóknin var unnin á árunum 2012-2015, og var samstarfsverkefni Rannsóknamiðstöðvar ferðamála, Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Húsavík, og Þekkingarnets Þingeyinga. Markmið verkefnisins er að leggja mat á svæðisbundin efnahagsleg áhrif atvinnugreinarinnar, með hliðsjón af alþjóðlegri forskrift ferðaþjónustureikninga, en slík greining hefur ekki verið unnin með sama hætti hérlendis áður. Niðurstöðurnar byggja á viðtölum við ferðaþjónustuaðila í Þingeyjarsýslum, sem og ferðavenjukönnunum meðal erlendra ferðamanna á sama svæði. Umfangi atvinnugreinarinnar í Þingeyjarsýslum er lýst þar sem velta og þjónustukaup ferðaþjónustufyrirtækja innan svæðisins eru metin. Einnig er fjallað um fjölda ársverka í atvinnugreininni, launaveltu, og stöðugildi sumar og vetur. Þróun á fjölda ferðamanna til svæðisins og gistinóttum er einnig lýst, sem og greiningu á búsetulandi gesta.