„Þetta eru þeir sem að leiða og draga vagninn“ : hvernig gegna leiðtogateymi í innleiðingu spjaldtölva í grunnskólum Kópavogs hlutverki sínu?

Skólaárið 2015-2016 hófst innleiðing spjaldtölva í grunnskóla Kópavogs. Í öllum skólunum voru stofnuð leiðtogateymi en í þeim starfa að mestu leyti kennarar. Hlutverk teymanna er að koma að stefnumótun með stjórnendum, styðja við kennarahópinn og vera tengiliður milli kennara innan skólans og kennsl...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: María Jónsdóttir 1965-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26323
Description
Summary:Skólaárið 2015-2016 hófst innleiðing spjaldtölva í grunnskóla Kópavogs. Í öllum skólunum voru stofnuð leiðtogateymi en í þeim starfa að mestu leyti kennarar. Hlutverk teymanna er að koma að stefnumótun með stjórnendum, styðja við kennarahópinn og vera tengiliður milli kennara innan skólans og kennsluráðgjafa sem skólinn hefur aðgengi að. Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á upplifun kennara og stjórnenda á hvernig leiðtogateymin gegna hlutverki sínu. Einnig er markmiðið að skoða hvernig stuðningi stjórnenda við kennara er háttað, hvaða hindrunum þau mæta, hvaða áhrif innleiðingin hefur haft á kennsluhætti og hvernig kennurum finnst ganga að vera í hlutverki leiðtoga í kennarahópnum. Rannsóknin var eigindleg og var gagna aflað með viðtölum. Rætt var við níu aðila í þremur grunnskólum Kópavogs, þrjá kennara úr leiðtogateymum skólanna, þrjá almenna kennara sem nýttu spjaldtölvur í sinni kennslu og þrjá skólastjóra. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að leiðtogateymin gegni hlutverki sínu varðandi stefnumótun vel en að þau þurfi að leita leiða til að styðja betur við kennara í innleiðingunni. Einnig kemur fram að bæta þurfi tengsl milli kennara og kennsluráðgjafa. Stjórnendur styðja vel við kennara í innleiðingaferlinu en ýmsar hindranir koma fram í starfi leiðtogateymanna svo sem skortur á tíma og álag í starfi. Niðurstöður benda einnig til að kennsluhættir breytist hjá kennurum sem nýti spjaldtölvur mikið í sinni kennslu. Misjafnt er hvort kennarar í leiðtogateymunum líti á sig sem leiðtoga en fram kemur að styðja þurfi kennara innan leiðtogateymanna í þessu hlutverki. Vonast er til að niðurstöður rannsóknarinnar muni nýtast þeim sem standa að innleiðingu spjaldtölva í grunnskólum Kópavogs en einnig að þær muni auka þekkingu á störfum leiðtogateyma eða þróunarteyma sem gjarnan er falið það hlutverk að leiða innleiðingu á margvíslegum umbótaverkefnum. During the school year of 2015-2016, an implementation of tablets began in all primary schools in Kópavogur. The schools established leadership teams ...