Við getum unnið saman : greinargerð með bæklingi

Greinargerð þessi og meðfylgjandi bæklingur er lokaverkefni til B.Ed. gráðu í þroskaþjálfafræði við íþrótta-, tómstunda og þroskaþjálfadeild Háskóla Íslands. Meginmarkmið verkefnisins var að afla þekkingar á því hvaða upplýsingar geta auðveldað samskipti erlendra foreldra fatlaðra barna og fagfólks...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ekaterina Gribacheva 1978-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26306
Description
Summary:Greinargerð þessi og meðfylgjandi bæklingur er lokaverkefni til B.Ed. gráðu í þroskaþjálfafræði við íþrótta-, tómstunda og þroskaþjálfadeild Háskóla Íslands. Meginmarkmið verkefnisins var að afla þekkingar á því hvaða upplýsingar geta auðveldað samskipti erlendra foreldra fatlaðra barna og fagfólks í þjónustuteymi barnsins. Fjallað er um mikilvægi fræðslu um lög og reglugerðir, viðhorf til fötlunar og stöðu fatlaðra barna í mismunandi samfélögum, valdeflingu foreldra og leiðir til þess að fyrirbyggja misskilning í samvinnu við fjölskyldu og sérfræðinga. Viðtöl við þroskaþjálfa sem hafa unnið í mörg ár með þessum minnihlutahópi leiddu í ljós mikilvægustu þættina sem geta haft áhrif á samvinnu fagfólks og foreldra fatlaða barna af erlendum uppruna á leikskólum. Fjallað er um mismunandi fræðileg sjónarmið á fötlun og tengsl milli viðhorfs samfélagsins og stöðu fólks með fötlun. Unnið var út frá fræðilegum heimildum um staðalímyndir á fötlun, viðhorf til fötlunar í mismunandi menningarheimum og heimildum sem tengjast hugmyndafræði um snemmtæka íhlutunina á leikskólum. Niðurstaðan er sú að æskilegt er að góð fræðsla um stöðu fatlaðra barna á Íslandi, opinbera stefnu í málefnum fólks með fötlun og um réttindi barns og foreldra hafi átt sér stað í upphafi íhlutunar. Valdefling foreldra er einnig mikilvægur þáttur í samskiptum innan þjónustuteyma. Tilgangur bæklingsins er að kynna erlendum foreldrum fatlaðra barna mikilvægar grundvallarupplýsingar um þjónustu fyrir leikskólabörn með sérþarfir í Reykjavík og hvetja fjölskyldur til samvinnu við fagfólk ásamt því að valdefla foreldra og segja til um mikilvægt hlutverk þeirra í ferli íhlutunar.