Árstíða breytileiki þorsk- og ufsalifrar efna og eðliseiginleikar

Alla tíð hafa fiskveiðar verið Íslendingum mikilvægar og þar á meðal þorsk- og ufsaveiðar. Fiskveiðar voru mikil búbót og ef illa áraði til búskapar í landi gátu landsmenn veitt sér til viðurværis. Þetta gerði landið byggilegra en verið hefði án hins gjöfula hafs. Lýsi úr þorsk- og ufsalifur var not...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Anna Björnsdóttir 1974-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26297
Description
Summary:Alla tíð hafa fiskveiðar verið Íslendingum mikilvægar og þar á meðal þorsk- og ufsaveiðar. Fiskveiðar voru mikil búbót og ef illa áraði til búskapar í landi gátu landsmenn veitt sér til viðurværis. Þetta gerði landið byggilegra en verið hefði án hins gjöfula hafs. Lýsi úr þorsk- og ufsalifur var notað hér á árum áður sem ljósgjafi til að lýsa upp heimili og húsnæði. Á flestum heimilum var lýsistunna eða lýsisgryfja þar sem að lifur var geymd í meðan lýsið var að renna úr henni. Úr einni tunnu af lifur var hægt að fá 1/3 tunnu af sjálf runnu lýsi. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær var farið að bræða lifrina til að ná lýsinu út, en elstu heimildir um lýsisbræðslu hér á landi eru síðan 1728 frá Grindavík. Lifrin var hituð upp í stálpottum og við það gufaði vatnið í lifrinni upp og lýsið flaut ofan á grútinum og síðan fleytt ofan af. Talsvert um reyk var við þetta og líklega mjög vonda lykt. Hræra varð stanslaust í pottinum meðan á bræðslu stóð. Þessari aðferð var beitt bæði til sjávar og sveita allt til 20 aldar. Fiskur á hinum ýmsu veiðisvæðum mælist mislangur og þungur, ásamt því að lifrin í fiskinum er breytileg á þyngd eftir því á hvaða árstíma og á hvaða veiðisvæði fiskurinn er veiddur. Lifur fisksins skiptist í 3 hluta; stoðvef, fitu og vatn. Fituhlutfall lifrar er háð næringarástandi fisks. Þegar ástand fisks er mælt þá eru megin þættir mældir s.s. holdastuðull, prótein, raki, fita og aska. Þessar mælingar eru nauðsynlegar til að meta næringarástand fisksins. Þær geta verið mjög breytilegar frá einu sjávarsvæði til annars og verið háðar árstíðum og fæðuframboði sjávar. Í þessari ritgerð er bæði verið að skoða hvort stærð fisks hafi áhrif á hvaða lýsi komi úr lifrinni (þyngdarsýni) og eins árstíðabundnar breytingar á lýsinu eftir því á hvaða árstíma fiskurinn er veiddur (staðalsýni). Í staðalsýnunum voru teknar fimm lifrar úr fiskum sem voru 2,5-3.0 kg. Lifrarnar voru vigtaðar stakar, myndaðar og síðan hakkaðar saman og gerð samfelld blanda sem var unnin áfram í hitun. Staðalsýnin voru mæld á sama tíma í ...