Fræðsluáætlun : allir starfsmenn Norðlenska matborðsins ehf.

Verkefnið er lokað til 1.8.2136. Norðlenska er stórt framleiðslufyrirtæki með um 195 stöðugildi að meðaltali á ársgrundvelli. Norðlenska er meðal fremstu fyrirtækja Íslands á sviði kjötvinnslu, samkeppnin er mikil og því er mikilvægt að standa vel að öllum þáttum sem geta aukið forskot fyrirtækisins...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Stefanía Árdís Árnadóttir 1992-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26289
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 1.8.2136. Norðlenska er stórt framleiðslufyrirtæki með um 195 stöðugildi að meðaltali á ársgrundvelli. Norðlenska er meðal fremstu fyrirtækja Íslands á sviði kjötvinnslu, samkeppnin er mikil og því er mikilvægt að standa vel að öllum þáttum sem geta aukið forskot fyrirtækisins. Eitt það mikilvægasta til að halda forskoti er að vera ávallt með starfsfólk sem er skrefi framar. Starfsfólkið þarf endurmenntun og fræðslu til að viðhalda færni og bæta sig í starfi. Ritgerð þessi er unnin með það að markmiði að útbúa fræðsluáætlun fyrir Norðlenska. Svo hægt sé að útbúa fræðsluáætlun þarf að greina hvers lags fræðslu er þörf innan fyrirtækisins og verður notuð þarfagreining til þess. Spurningalistar voru lagðir fyrir starfsfólkið á þremur tungumálum, notast var við opnar spurningar. Fræðsluáætlunin verður gerð með það að leiðarljósi að sérhæfa starfsfólk í því starfi sem það vinnur innan fyrirtækisins, þannig munu ekki allir starfsmenn sækja sömu námskeið. Með þessu er hægt að hámarka árangurinn og fjármunir nýtast sem best. Þó eru námskeið sem eru nauðsynleg fyrir alla starfsmenn, má þar nefna skyndihjálp, hreinlæti og mannleg samskipti. Með því að nota þarfagreiningu er verið að greina þörfina og ákveða þannig hvers er þörf. Þannig er tryggt að fjármunir nýtist sem best, því ekki á að líta á þjálfun starfsfólks og endurmenntun sem eyðslu á fjármunum heldur sem fjárfestingu fyrir fyrirtækið. Aftast í verkefninu er fræðsluáætlun til eins árs sem miðuð er við þarfir allra starfsmanna Norðlenska. Lykilorð: Fræðsla, fræðsluáætlun, þarfagreining fræðslu, stjórnendur, starfsmenn. Norðlenska is among the leading companies in the meat processing in Iceland. The level of competition is high, and thus important to do well in all aspects of the operation that could support the company’s competitive advantage. One of the most important factors in order to keep competitive advantage is to have well-trained and qualified employees, that, as a result, can maintain and improve their work. The aim of the ...