Seasonal and in-plant variation in composition and bioactivity of Northern Dock (Rumex longifolius DC.) extracts

Verkefnið er lokað til 15.10.2030. Njólinn (Rumex longifolius) hefur löngum verið þyrnir í augum bænda og er álitinn illgresi. Á öldum áður var hann notaður í mat hér á landi vegna heilsusamlegra áhrifa og meðal annars notaður gegn skyrbjúg, hægðatregðu og sem heilandi áburður á sár. Þar sem njólinn...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Árný Ingveldur Brynjarsdóttir 1979-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:English
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26286
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 15.10.2030. Njólinn (Rumex longifolius) hefur löngum verið þyrnir í augum bænda og er álitinn illgresi. Á öldum áður var hann notaður í mat hér á landi vegna heilsusamlegra áhrifa og meðal annars notaður gegn skyrbjúg, hægðatregðu og sem heilandi áburður á sár. Þar sem njólinn er harðgerð jurt sem hefur verið nýtt í alþýðulækningum var áhugavert að kanna hvort að einhver fótur væri fyrir þeim hefðum sem þar var að finna. Andoxandi- og bólguhamlandi eiginleikar njólans hafa ekki verið rannsakaðir áður, hvorki hér á landi né annarstaðar í heiminum. Plöntur af sömu ættkvísl, R. acetosa og R. acetocella hafa þó verið rannsakaðir víða og sýnt hefur verið fram á að fótur er fyrir þeim eiginleikum sem alþýðulækningar segja til um með rannsóknum. Tilgangur rannsóknarinn var því að kanna hvort að njólinn hefði til að bera græðandi eiginleika á sár og væri heilsusamlegur. Laufblöðum, fræjum og rótum njólans var safnað yfir þriggja mánaða tímabil á einu túni í Eyjafirði (4 júní, 4 júlí og 4 ágúst, 2013) til samanburðar og dregið úr honum virk efni með etanóli, metanóli og vatni og notaðar til þess soxhlet og dreypiaðferð. Phenol magn, andoxun og hindrandi eiginleikar á ensími sem tengist bólguviðbrögðum voru mældir með nokkuð þekktum aðferðum og tækifærið var nýtt til að setja upp aðferðir við Háskólann á Akureyri sem ekki hafa verið nýttar þar áður. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að frostþurrkuð njólarót þar sem virk efni voru dregin út með etanóli og með dreypiaðferð, inniheldur þó nokkuð magn phenola sem reyndust hafa til að bera andoxandi eiginleika. Mæling á hömlun á 5-LOX ensýminu gaf til kynna að einungis eitt sýni reyndist hindra ensímið, sem einnig kom úr rót. Í þessari rannsókn hefur verið sýnt fram á að Njólinn hefur til að bera andoxandi og hömlun á bólguþáttum og mælt er með frekari rannsóknum á plöntunni. Lykilhugtök: Njóli, lækningajurt, plöntuefni, phenól, andoxun, bólguhamlandi, 5-LOX. Traditionally, Northern dock (Rumex longifolius) was known in Iceland for its health ...