Arsenhreinsun á skiljuvatni Hellisheiðarvirkjunar með járnsvarfi

GeoSilica ehf er nýsköpunarfyrirtæki sem hefur verið þróa aðferðir við að nýta skiljuvatn úr Hellisheiðarvirkjun. Skiljuvatnið inniheldur arsen sem er nífalt hærra en drykkjarvatnsstaðlar kveða á um. Fyrirtækið hefur áhuga á að þróa aðferð til að hreinsa arsenið úr vökvanum með hagkvæmum hætti þanni...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sverrir Ágústsson 1970-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26270
Description
Summary:GeoSilica ehf er nýsköpunarfyrirtæki sem hefur verið þróa aðferðir við að nýta skiljuvatn úr Hellisheiðarvirkjun. Skiljuvatnið inniheldur arsen sem er nífalt hærra en drykkjarvatnsstaðlar kveða á um. Fyrirtækið hefur áhuga á að þróa aðferð til að hreinsa arsenið úr vökvanum með hagkvæmum hætti þannig að hann uppfylli drykkjarvatnsstaðla. Kosið var að nota járnsvarf við hreinsunina. Járnsvarf hefur verið notað við arsenhreinsun á jarðhitavatni og reynst vera ódýr og einföld aðferð. 25 g af járnsvarfi var blandað við 100 gr af kísilsandi og komið fyrir 238 ml stálröri. Með rennslistímí frá 50 mínútum og upp í 90 mínútur minnkaði arseninnihald vökvans um helming. Hreinsuðum vökvanum var svo veitt aftur í gegnum búnaðinn með sama hætti og minnkaði arseninnihald hans aftur um helming. Með því að veita vökvanum tvisvar í gegnum búnaðinn lækkaði arseninnihald hans úr 80 pbb í 20 pbb eða um 75%. Kísilinnihald vökvans lækkaði úr 110 mg/l í 8 mg/l við fyrstu síun en jókst svo jafnt og þétt og var komið í 106 mg/l í 16 skipti sem búnaðurinn var notaður. Rafleiðni sýnanna var frá 972,2 µS/cm til 1113,1 µS/cm. Ekki var hægt að greina neina fylgni með kísil- eða arseninnihladi sýnanna og rafleiðni. Ekki náðist að hreinsa næganlega mikið af arseni til að vökvinn uppfyllti drykkjarvatnsstaðla og var arsenmagnið tvöfalt yfir stöðlum að hreinsun lokinni. Miklar líkur eru á að með endurbótum á búnaði og frekari þróun á efnum og aðferðum sé hægt að ná þeim markmiðum. GeoSilica ehf has been developing methods to utilize waste water from Heillisheiðarvirkjun. The waste water from the plant contains arsenic levels nine times above the government’s drinking water standards. The company is interested in developing a viable method to remove the arsenic from the waste water so it will meet the standards. Zero valance iron was used to remove the arsenic. Zero valance iron has been used to remove arsenic from geothermal water and shown to be an inexpensive and simple method. 25 g of zero valance iron was mixed with 100 gr of silica sand ...