Langue et culture : introduction à la culture française : námsefni í frönsku fyrir framhaldsskóla

Ágrip Þessi ritgerð er meistaraprófsverkefni til fullnaðar M.Ed.-gráðu í náms- og kennslufræði frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Lokaverkefnið er tvíþætt, í fyrsta hluta er fræðileg greinargerð og í öðrum hluta er námsefni í frönsku fyrir framhaldsskóla. Markmiðið með þessu M.Ed.-verkefni er a...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigríður Stefánsdóttir 1968-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26268
Description
Summary:Ágrip Þessi ritgerð er meistaraprófsverkefni til fullnaðar M.Ed.-gráðu í náms- og kennslufræði frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Lokaverkefnið er tvíþætt, í fyrsta hluta er fræðileg greinargerð og í öðrum hluta er námsefni í frönsku fyrir framhaldsskóla. Markmiðið með þessu M.Ed.-verkefni er að hanna námsefni í frönsku fyrir framhaldsskólanemendur. Það felur í sér jafnhliða kynningu á franskri menningu með megináherslu á þjálfun tjáningar. Tilgangurinn með námsefninu er að tengja menningarþekkingu við franskt tungumálanám þar sem lögð er áhersla á að nemendur geti uppgötvað og fræðst um hvert málefni fyrir sig út frá þeirra áhugasviði. Þar er haft að leiðarljósi að áhugi og námshvati hafi áhrif á árangur í erlendu tungumálanámi. Í fræðilega hlutanum er fjallað um námshvata í erlendu tungumálanámi og eru rannsóknir skoðaðar þar sem leitast er við að komast nær skilgreiningunni á þessu fjölþætta fyrirbæri dýnamískra kerfa sem lýst er sem grunnstoð í öllu námi. Farið er yfir tengsl tungumáls og menningar. Menningarlæsi er skoðað í samhengi við tungumálanám og mikilvægi þess í samskiptum. Vísað er í kennslufræðilegar kenningar sem styðja þær kennsluaðferðir sem eru notaðar í námsefninu. Námsefnið er þemaskipt og innan hvers menningarþema er þjálfun í færniþáttunum fjórum, hlustun, lestur, tal og ritun. Kennslan er tjáskiptamiðuð þar sem lögð er áhersla á að nemendur þjálfist í tjáningu og öðlist aukinn orðaforða. Menningarlæsi hlýst af því að kynnast öðrum menningarheimum betur þar sem menningin tvinnast inn í tungumálið og hefur áhrif á tjáskiptin. Markmiðið er að efla menningarþekkingu nemenda og tjáningu í frönsku. Abstract Langue et culture Introduction to French culture Learning material for French in upper secondary school This is a thesis towards a Master‘s degree of Education at the University of Iceland. The thesis is in two parts, the first one containing a discussion on the theoretical overview, the second one containing learning material for French. The aim of this Master‘s thesis is to design ...