Viðhorf nemenda til námsumhverfis : hvar vilja nemendur helst læra?

Í þessari rannsókn er viðhorf ungra nemenda til námsumhverfis síns kannað í einum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið var að fá fram skoðanir nemenda á því hvar þeim þætti best að læra innan veggja skólans, auk þess sem leitast var við að fá fram sem skýrasta mynd af viðhorfum þeirra til náms...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigurbjörg Viðarsdóttir 1986-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26264
Description
Summary:Í þessari rannsókn er viðhorf ungra nemenda til námsumhverfis síns kannað í einum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið var að fá fram skoðanir nemenda á því hvar þeim þætti best að læra innan veggja skólans, auk þess sem leitast var við að fá fram sem skýrasta mynd af viðhorfum þeirra til námsumhverfisins. Námsumhverfi ungra nemenda er mikilvægur þáttur í skólalífi þeirra, þeir verja þar löngum tíma á hverjum skóladegi og er því mikilvægt að það sé bæði þægilegt og öruggt. Til þess að nemendum líði vel í skólastofunni þarf kennarinn að búa þeim gott umverfi og koma til móts við þarfir þeirra og skoðanir eins og frekast er kostur. Nemendur á 3. námsári voru spurðir hvar í skólastofunni og næsta nágrenni hennar þeim þætti best að læra. Svar þeirra var í formi ljósmyndar af þeim stað. Að því loknu voru tekin hópviðtöl þar sem nemendum var skipt niður í fimm litla hópa. Þeir svöruðu spurningum og notuðu myndirnar sér til halds og trausts. Stuttu eftir viðtölin voru vettvangsathuganir. Fylgst var með í nokkrum kennslustundum í heimastofu nemenda. Kennari þeirra var viðstaddur. Meðal annars var fylgst með því hvort samræmi væri milli þess sem fram kom á vettvangi og því sem nemendur sögðu í viðtalinu. Helstu niðurstöður voru þær að 13 nemendum af 18 sem tóku þátt í rannsókninni, fannst best að læra á öðrum stað en við sitt eigið borð í skólastofunni. Í vettvangsathugunum kom í ljós að þeir nemendur sem sögðust vilja læra annarsstaðar en við eigið borð báðu kennarann gjarna um leyfi til að færa sig. Nemendur voru almennt ánægðir með umhverfi sitt og nefndu í fjóra staði sem þeim fannst gott að læra á: gang fyrir utan skólastofuna, sitt eigið sæti í skólastofunni, heimakrók inni í stofunni og einn nemandi valdi námsver. Nemendurnir sóttu í næði, ró og vinnufrið en þau nefndu einnig að gott væri að vera i nálægð við kennarann. This research, that took place in elementary school in Reykjavík, the capital of Iceland, examines student‘s ideas of a good learning environment. The focus is on finding out where, within ...