Notkun upplýsingatækni í kennslu : viðhorf og nýting kennara á upplýsingatækni í kennslu

Viðfangsefni þessarar ritgerðar er notkun samskipta og upplýsingatækni í íslenskukennslu í grunnskólum á Íslandi. Leitast er við að finna svör við því að hvaða marki kennarar telja að rafræn námsgögn hafi breytt og/eða bætt íslenskukennslu, að hvaða leyti íslenskukennurum finnist að almenn notkun ne...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Heiðdís Júlíusdóttir 1991-, Lilja Guðmundsdóttir 1991-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26237
Description
Summary:Viðfangsefni þessarar ritgerðar er notkun samskipta og upplýsingatækni í íslenskukennslu í grunnskólum á Íslandi. Leitast er við að finna svör við því að hvaða marki kennarar telja að rafræn námsgögn hafi breytt og/eða bætt íslenskukennslu, að hvaða leyti íslenskukennurum finnist að almenn notkun nemenda á tækni kalli á breytingar í kennslu og hvernig notkun upplýsingatækni í íslenskutímum er háttað. Þegar við vorum í vettvangsnámi og sáum hversu mikið kennarar notuðu ipada og tölvur til að ná til nemenda vaknaði hjá okkur áhugi á því að vita meira um tækninotkun í kennslu og hvort og hvernig kennarar flétta tæknina inn í almenna kennslu hjá sér. Við fengum að nota hluta af gögnunum úr rannsóknarverkefninu Íslenska sem námsgrein og kennslutunga sem er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri og fjallar meðal annars um notkun upplýsingatækni í grunnskólum, þ.e. viðtöl við tíu íslenskukennara í grunnskólum og u.þ.b. 120 vettvangslýsingar úr kennslustundum. Í ritgerðinni er farið yfir þann fræðilega bakgrunn sem fyrir liggur um almenna notkun upplýsingatækni í kennslu, skoðaðar ýmsar rannsóknir sem tengjast efninu og dregin saman svör við rannsóknarspurningunum. Niðurstöðurnar eru settar í samhengi við rannsóknir sem gerðar hafa verið um samspil upplýsingatækni og kennslu og hvernig nýta megi upplýsingatækni til að vekja áhuga nemenda. Meðal þess sem fram kemur er að kennararnir voru almennt sammála um að það væri jákvætt að blanda upplýsingatækni mun meira inn í íslenskukennsluna en nú er gert.