Óttinn við að missa af einhverju markverðu. Hlutverk, notkun og áhrif ferðahandbóka í ferðalagi franskra ferðamanna á Íslandi

Ferðahandbækur eru taldar hafa mikil áhrif á ferðahegðun ferðamanna og að þeir fylgi nákvæmlega ráðleggingum bókanna. Það leiðir af sér að ferðamenn verða ósjálfstæðir og þeir heimsækja eingöngu þá staði sem nefndir eru í bókunum. Ritgerð þessi fjallar um eigindlega rannsókn á notkun franskra ferðam...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigurbjörg Eðvarðsdóttir 1958-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26219
Description
Summary:Ferðahandbækur eru taldar hafa mikil áhrif á ferðahegðun ferðamanna og að þeir fylgi nákvæmlega ráðleggingum bókanna. Það leiðir af sér að ferðamenn verða ósjálfstæðir og þeir heimsækja eingöngu þá staði sem nefndir eru í bókunum. Ritgerð þessi fjallar um eigindlega rannsókn á notkun franskra ferðamanna á ferðahandbókum um Ísland og áhrif bókanna á ferðahegðun þeirra. Markmið rannsóknarinnar er að skilja betur ferðahegðun Frakka hér á landi og sjá að hvaða marki þeir fylgja ráðleggingum bókanna. Rannsóknin byggir á viðtölum sem tekin voru í janúar og febrúar 2016. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að franskir ferðamenn á Íslandi velja þá útgáfu sem samræmist þeirra viðhorfum til ferðamennsku. Þeir gera þá kröfu til handbókanna að þær gefi hentugar upplýsingar sem aðstoði þá við skipulagningu ferðarinnar og daglegt líf þeirra þegar á staðinn er komið. Ferðahandbækur þykja góð stoð, bæta ferðalagið og spara tíma. Þær benda á staði sem vert er að skoða og ekki má missa af. Ferðahandbækur stýra ferðahegðun ferðamannanna og hafa þannig áhrif á val þeirra á áfangastöðum. Ferðamennirnir telja þó að þeir fylgi ekki bókunum í blindni og ferðist einnig eins og andinn blæs þeim í brjóst. Ferðamennirnir treysta almennt því sem skrifað er í ferðahandbókunum og trúa að áfangastaðirnir sem nefndir eru í bókunum séu þess virði að heimsækja. Lykilorð: Ferðahandbækur, franskir ferðamenn, ferðamennska á Íslandi, áhrif á ferðahegðun, hlutverk ferðahandbóka. Travel guidebooks are considered to have a major impact on travel behavior, such that tourists strictly adhere to their recommendations. As a result, tourists become dependent on their guidebooks and only visit destinations mentioned therein. This thesis presents the results of a qualitative study which investigates French tourists’ use of their guidebooks in Iceland and the effect of these books on their travel behavior. The objectives of the study are to better understand the travel behavior of French tourists in Iceland and to identify the extent to which they ...