Brottnám á blöðruhálskirtli með aðstoð aðgerðarþjarka á Íslandi: Áhrif legu og bólstunar sjúklinga í aðgerð á útkomur þeirra

Inngangur: Blöðruhálskirtilsbrottnám með aðstoð aðgerðarþjarka (RALP) á Íslandi hófust í janúar 2015. Framfarir í skurðtækni breyta ekki þörf á eða mikilvægi viðeigandi undirbúnings sjúklinga fyrir aðgerðir. Í RALP-aðgerðum liggja sjúklingar steyptir, handleggir meðfram síðum og fótleggir oft í stoð...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ragnheiður Jónsdóttir 1963-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26215
Description
Summary:Inngangur: Blöðruhálskirtilsbrottnám með aðstoð aðgerðarþjarka (RALP) á Íslandi hófust í janúar 2015. Framfarir í skurðtækni breyta ekki þörf á eða mikilvægi viðeigandi undirbúnings sjúklinga fyrir aðgerðir. Í RALP-aðgerðum liggja sjúklingar steyptir, handleggir meðfram síðum og fótleggir oft í stoðum. Gagnreynda þekkingu um áhrif legu í RALP-aðgerðum á möguleg tauga-, húð- og augnvandamál skortir alþjóðlega. Markmið: Kanna hvort lega/bólstrun sjúklinga sem gengust undir RALP valdi þeim húð-, tauga-, stoðkerfis- og/eða augnvandamálum eftir aðgerð Efniviður: Öllum sjúklingum sem gengust undir brottnám á blöðruhálskirtli með aðstoð aðgerðarþjarka á Íslandi á tímabilinu janúar 2015 – janúar 2016 var boðin þátttaka í rannsókninni. Aðferðir: Þátttakendur svöruðu fjórum spurningalistum: fyrir aðgerð, á fyrsta degi, sjöunda degi og þremur mánuðum eftir aðgerð. Skurð- og svæfingahjúkrunarfræðingar skráðu upplýsingar um legu sjúklinga. Gögnum var safnað í RedCap og greind með lýsandi- og ályktunartölfræði um sambönd milli breyta. Niðurstöður: Framkvæmdar voru 65 aðgerðir á tímabilinu og samþykktu 62 einstaklingar þátttöku (95% svarstíðni). Meðalaldur var 64 ár (bil 48-73 ár), meðal BMI var 27 kg/m2 (bil 21-39), meðaltími í steyptri legu 100 mín (bil 64-162 mín), meðalgráður steypu 26˚ (bil 23˚-30˚), meðalvökvagjöf í aðgerð 857 ml (bil 200-1500 ml). Á fyrsta degi voru verkir í kvið (85%) og öxlum (36%) algengastir, þremur mánuðum eftir aðgerð hafði tíðnin lækkað (14%, 14%). Niðurstöður tvíhliða aðhvarfsgreininga sýndu að lengd og gráður steyptu legunnar, BMI, ASA flokkun og aldur höfðu marktæk áhrif á útkomur sjúklinga. Ályktanir: Þessi rannsókn gefur vísbendingar um að halli og tími steyptrar legu í RALP geti haft áhrif á verki sjúklinga eftir aðgerð. Gagnreynd þekking um áhrif legu á verki og einkenni eftir aðgerð er mikilvæg fyrir skurðteymið til að stuðla að sem mestu öryggi sjúklinga og koma í veg fyrir skaða. Lykilorð: Blöðruhálskirtilsbrottnám með aðstoð aðgerðarþjarka, lega skurðsjúklinga, öryggi skurð-sjúklinga, ...