Samanburður á milli heildarúrkomu á og afrennslis af vatnasviði Sandár í Þistilfirði á fimm ára tímabili (2004 - 2008)

Vatnsföllum á Íslandi er skipt í þrjá flokka eftir uppruna árvatns og rennslisháttum í lindár, dragá og jökulár. Vatn er sífellt að breyta um fasa og færast úr einum stað til annars. Þessi hringrás kallast einfaldlega hringrás vatns. Uppruni yfirborðsvatna er í úrkomu sem fellur á land. Sandá í Þist...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ragnar Hlynsson 1992-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26203
Description
Summary:Vatnsföllum á Íslandi er skipt í þrjá flokka eftir uppruna árvatns og rennslisháttum í lindár, dragá og jökulár. Vatn er sífellt að breyta um fasa og færast úr einum stað til annars. Þessi hringrás kallast einfaldlega hringrás vatns. Uppruni yfirborðsvatna er í úrkomu sem fellur á land. Sandá í Þistilfirði telst til dragáa en er líka með talsverðum einkennum lindár. Rannsókn þessi fólst í því að skoða heildarafrennsli af og heildarúrkomu á vatnasviði árinnar. Leitast var við að sjá hvort úrkoman sem fellur á vatnasvið árinnar skili sér strax eða tafarlítið til árinnar. Fengin voru hefðbundin afrennslis- og úrkomugögn frá Veðurstofu Íslands. Einnig voru fengin gögn úr HARMONIE veðurspárlíkani Veðurstofunnar en líkanið dreifir úrkomunni yfir vatnasviðið. Úrvinnsla gagnanna fór fram í tölfræðiforritinu R, Matlab og Microsoft Excel. Samspil veðurfars og jarðfræði ræður miklu um rennslishætti vatnsfalla. Berggrunnurinn sem Sandá rennur á er ekki alveg einsleitur. Meirihluti hans er úr basískum og ísúrum hraunum en lítilsháttar er af móbergi á milli hraunlaga, sem gerir það að verkum að jarðlektin er mismunandi á vatnasviði Sandár. Reiknað var heildarafrennsli og heildarúrkoma af vatnasviðinu. Greinileg fylgni var á milli afrennslisins og úrkomunnar og var sú ályktun dregin að langmestur hluti af úrkomunni skilaði sér beint til ána og að endingu til Sandár. Við nánari skoðun á niðurstöðunum kom í ljós að talsverður munur var á magni úrkomu og heildarafrennsli vatnasviðsins um Sandá. Hugsanlega má rekja það til skekkju í fyrirliggjandi gögnum eða við úrvinnslu á þeim. River streams in Iceland are divided into three categories by their source and river flow into spring-, run-off- and glacialrivers. Water is constantly changing phases and moving from one place to another. This circulation is called the water cycle. The origin of every run-off river is in the precipitation that falls to the ground. The Sandá river in the fjord Þistilfjörður is considered to be a run-off river with considerable spring river qualities. ...