Hjólaleigukerfi í Reykjavík

Markmið þessa verkefnis var að útskýra og kanna grundvöll fyrir mögulegri uppsetningu á hjólaleigukerfi innan Reykjavíkur. Meðal annars með því að kanna aðstæður innan borgarinnar, áhuga almennings, mögulegar staðsetningar á slíku kerfi auk þess sem gefin var hugmynd um væntanlegan stofn...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Daði Hall 1979-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26195
Description
Summary:Markmið þessa verkefnis var að útskýra og kanna grundvöll fyrir mögulegri uppsetningu á hjólaleigukerfi innan Reykjavíkur. Meðal annars með því að kanna aðstæður innan borgarinnar, áhuga almennings, mögulegar staðsetningar á slíku kerfi auk þess sem gefin var hugmynd um væntanlegan stofn- og rekstrarkostnað á hjólaleigukerfi innan Reykjavíkur. Til að ná fram markmiðum verkefnisins var spurningalistum dreift bæði til almennings og ferðamanna. Í listunum var spurt um væntanlega notkun á slíku kerfi, greiðsluvilja og almennan áhuga. Í gegnum spurningalistann var einnig grenslast fyrir um heppilegar staðsetningar fyrir leigustöðvar hjólaleigukerfis í Reykjavík. Auk þess var farið yfir fyrirliggjandi reynslu annara af uppsetningu hjólaleigukerfa í borgum og hún yfirfærð á tilfelli Reykjavíkur. Ransóknin leiddi í ljós að töluverður áhugi virðist vera á uppsetningu hjólaleigukerfis í Reykjavík, auk þess sýndi hún áhugaverðar niðurstöður varðandi notkunarmynstur væntanlegra notenda. Rannsóknin sýndi einnig að staðsetningar leigustöðva innan Reykjavíkur myndi hafa áhrif á væntanlega notkun á hjólaleigukerfi innan borgarinnar. Einnig kom fram að veður og tíðarfar spila stórt hlutverk í afkomu hjólaleigukerfa en gera má ráð fyrir því að rekstrartímabil hjólaleigukerfis í Reykjavík yrði að öllum líkindum bundið við hluta úr ári. Geymsla og viðhald hjólakerfis í borginni gæti orðið nokkuð kostnaðarsamt vandamál vegna takmarkaðs rekstrartíma. Ferðamenn myndu að öllum líkindum vera burðarstólpi í rekstri hjólaleigukerfis auk auglýsingasölu. Hinn almenni borgari sá helst fyrir sér að nota hjólaleigukefi í Reykjavík til skemmtunar en ekki sem eiginlegt samgöngutæki á milli skóla, vinnu eða heimils. The aim of this project was to explain and explore the basis for the possible installation of a bicycle sharing system in Reykjavik. Among other things the conditions within the city, public interest, the possible implementation of such system as ...