Lundabúðaplágan

Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um að Íslendingar sækist ekki lengur í miðborg Reykjavíkur til þess að versla sökum einsleitrar verslunar og þjónustu. Svokallaðar „lundabúðir“, eins og þær eru stundum nefndar, hafi breytt ásýnd miðborgarinnar og gert hana óspennandi fyrir almenning. Vörur ska...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hafsteinn Eyland 1983-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26184
Description
Summary:Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um að Íslendingar sækist ekki lengur í miðborg Reykjavíkur til þess að versla sökum einsleitrar verslunar og þjónustu. Svokallaðar „lundabúðir“, eins og þær eru stundum nefndar, hafi breytt ásýnd miðborgarinnar og gert hana óspennandi fyrir almenning. Vörur skapandi greina eins og list og hönnunarvörur hafa ótvírætt menningarlegt, efnahagslegt og samfélagslegt gildi. Því er vert að skoða þau áhrif sem brotthvarf slíkra verslana hefur á miðborgina og að hvaða leyti þróun verslunar er bundin við framboð og eftirspurn. Markmið þessarar ritgerðar er að rannsaka að hvaða marki lundabúðir hafa tekið yfir helsta verslunarsvæði miðborgarinnar og rutt verslunum, sem selja afurðir skapandi greina, út af svæðinu. Frumgagna var aflað með eigindlegri og megindlegri rannsókn. Verslunareigendur og erlendir ferðamenn voru spurðir álits í þeim tilgangi að fá sem réttasta mynd af raunstöðu verslunar í miðborginni. Helstu niðurstöður gefa til kynna að lundaplágan sé raunveruleg: lundabúðum hefur fjölgað á meðan verslanir sem selja íslenskt handverk, list og hönnun, eiga í vök að verjast. Ástæðurnar eru flóknar. Spila markaðsöflin, framboð og eftirspurn, þar lykilhlutverk. Þau hafa áhrif á leiguverð sem og þróun þess hvernig verslanir koma inn á svæðið. Skipulagsmál og lokanir gatna í miðborginni hafa sín áhrif. Lokanir gatna takmarka ákveðinn hóp frá svæðinu. Borgarskipulag segir aðeins til um hvernig skipting milli verslunar, þjónustu og annarar starfsemi skal háttað en ekki hvernig tegund af smásölu skal vera á svæðinu. Aukið framboð og eftirspurn eftir ódýrri, innfluttri, fjöldaframleiddri minja- og gjafavöru hefur því eitt og sér ekki áhrif á ryðja í burtu list- og hönnunarvöru úr miðborg Reykjavíkur. Tourism is Iceland’s fastest growing industry. Increased amount of tourist based shops in the city center of Reykjavík has become a social discussion and a debate among the locals. The aim of this research study was to find out if tourist shops (i. Lundabúðir) have a dominant market share ...