Besta nýting jarðhitakerfis: Samþætting auðlindar og hagrænna þátta

Ísland er ríkt af jarðvarma og jarðhitaauðlindin er Íslendingum mikilvæg. Jarðvarmi er bæði nýttur beint, til dæmis til húshitunar, og til rafmagnsframleiðslu. Á Íslandi er um 18% framleiddrar raforku seld á raforkumarkaði en um 77% er bundin í samningum við stórfyrirtæki, að mestu leyti álver. Tilg...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigurður Björnsson 1987-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26139
Description
Summary:Ísland er ríkt af jarðvarma og jarðhitaauðlindin er Íslendingum mikilvæg. Jarðvarmi er bæði nýttur beint, til dæmis til húshitunar, og til rafmagnsframleiðslu. Á Íslandi er um 18% framleiddrar raforku seld á raforkumarkaði en um 77% er bundin í samningum við stórfyrirtæki, að mestu leyti álver. Tilgangur þessa verkefnis er að veita frekari innsýn inn í ýmis lykilatriði varðandi ákvarðanatöku í uppbyggingu og rekstri jarðhitavirkjunar og samspil auðlindarinnar og efnahagslegra þátta. Það er gert með því að bæta möguleika á breytilegu raforkuverði, möguleika á að semja við nýjan aðila um raforkukaup utan markaðar og möguleika á kaupum orku á heildsölumarkaði til að uppfylla hið umsamda magn, við grunnlíkan af hagnaðarhámörkun. Þannig einskorðast orkusala ekki við samkeppnismarkað og sveigjanleiki virkjunar í að uppfylla gerðan samning eykst. Grunntilfelli hins útvíkkaða líkans er leyst þar sem stuðst er við gildi stuðla sem þykja líkleg og/eða eðlileg. Til viðbótar eru sett fram nokkur tilfelli þar sem könnuð eru áhrif breytinga á samningi við nýjan aðila, heildsöluverði, fórnarkostnaði og kostnaði vegna úthrifa á hagnað, varmaforða jarðhitakerfis og sölumynstur. Hærra heildsöluverð veldur því að frekar er gengið á varmaforða kerfis og hagnaður minnkar. Hve mikið selt er á markaði fer eftir samanburði á framleiðslukostnaði og markaðsverði. Hve hár framleiðslukostnaður er fer aftur eftir hve mikið hefur gengið á varmaforða kerfis. Því meira sem gengið hefur á forðann, því hærri er framleiðslukostnaður og því ólíklegra að mikið sé framleitt umfram umsamið magn og selt á markaði. Umsamið magn hefur þar af leiðandi mikið að segja um hve mikið selt er á markað. Svipað gildir um hve mikið framleitt er upp í umsamið magn og hve mikið er keypt á heildsölumarkaði. Því lægra sem heildsöluverð er og því hærri sem framleiðslukostnaður er, því meira er keypt á heildsölumarkaði og minna framleitt úr jarðhitakerfi. Iceland has abundant geothermal energy resources which are important for both direct utilization like space ...