Mat skólastjóra grunnskóla á mikilvægi náms- og starfsfræðslu

Markmið rannsóknarinnar var að kanna mat skólastjóra á mikilvægi náms- og starfsfræðslu, viðhorf þeirra til þarfa nemenda fyrir aðstoð og upplýsingar vegna undirbúnings náms í framhaldsskóla. Einnig var kannað hvort þeir upplifi hindranir við að tryggja nemendum fullnægjandi kynningar á framhaldsnám...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hildur Ingólfsdóttir 1966-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26116
Description
Summary:Markmið rannsóknarinnar var að kanna mat skólastjóra á mikilvægi náms- og starfsfræðslu, viðhorf þeirra til þarfa nemenda fyrir aðstoð og upplýsingar vegna undirbúnings náms í framhaldsskóla. Einnig var kannað hvort þeir upplifi hindranir við að tryggja nemendum fullnægjandi kynningar á framhaldsnámi og störfum. Notast var við blandaða aðferðafræði við framkvæmd rannsóknarinnar og í megindlega hluta hennar var úrtakið allt þýðið eða allir skólastjórar á Íslandi. Skólastjórarnir voru 173 en 103 svöruðu, sem er tæplega 60% svarhlutfall. Spurningalistinn skiptist í fjóra hluta; mikilvægi náms- og starfsfræðslu, viðhorf til hennar, framkvæmd fræðslunnar og bakgrunnsupplýsingar. Niðurstöðurnar sýna að skólastjórar meta fræðslu um tengsl náms og starfa mikilvæga og eru jákvæðir gagnvart náms- og starfsfræðslu. Þeir töldu helstu hindranir við skipulag náms- og starfsfræðslu með fullnægjandi hætti vera fjárúthlutanir til grunnskólans. Þegar svör skólastjóra á landsbyggðinni voru borin saman við svör skólastjóra höfuðborgarsvæðisins kom í ljós marktækur munur á veitingu fjármuna í náms- og starfsfræðslu og eins var erfiðara að fá menntaða náms- og starfsráðgjafa til starfa á landsbyggðinni. Niðurstöður þessarar rannsóknar geta veitt frekari upplýsingar sem hægt er að nýta við markvissa stefnumótun í náms- og starfsfræðslu á landsvísu í grunnskólum. The objective of the study is to explore how headmasters perceive the importance of Career Education, how they rate the need of students for support and information during the preparation of further studies, and whether they see any obstacles in ensuring adequate information flow regarding career and study options. In the implementation of the study, a mixed methodology was applied. In the quantitive part, the survey population included all 173 headmasters in Iceland. Altogether 103 of them responded, yielding a response ratio of just under 60%.questionnaire had four parts, i.e. importance of Career Education, opinion of Career Education, execution of Career Education, and ...