Viðhorf íslenskra karla til kvenstjórnenda

Á síðustu árum og áratugum hefur þátttaka kvenna í stjórnunarstörfum verið töluvert í umræðunni og enn í dag heyrast af og til raddir sem segja að konum sé meinaður aðgangur að stjórnunarstörfum eða þær ekki metnar að verðleikum. Út í heimi hafa verið settar fram ýmsar kenningar um það hvers vegna k...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Íris Ósk Valþórsdóttir 1980-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26065
Description
Summary:Á síðustu árum og áratugum hefur þátttaka kvenna í stjórnunarstörfum verið töluvert í umræðunni og enn í dag heyrast af og til raddir sem segja að konum sé meinaður aðgangur að stjórnunarstörfum eða þær ekki metnar að verðleikum. Út í heimi hafa verið settar fram ýmsar kenningar um það hvers vegna konur eigi erfiðara með að koma sér áfram upp metorðastigann í stjórnunarstöður og einnig er til fjölmargt efni þar sem lagt er mat á hversu hæfir stjórnendur þær séu. Lítið hefur verið skrifað á Íslandi um hvernig viðhorfum kvenstjórnendur hér á landi mæti og því erfitt að gera annað en að áætla að staðan sé svipuð hér og úti í heimi. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvert viðhorf karla á Íslandi væri til kvenstjórnenda. Miklar breytingar hafa orðið á viðhorfum til kvenna í stjórnunar- og áhrifastöðum undanfarna áratugi og því forvitnilegt að fá sýn á hvað íslenskum karlmönnum finnst um þær og stjórnunarhætti þeirra. Framkvæmd var megindleg rannsókn með spurningalista sem svarað var á netinu. Þátttakendur voru 312 talsins og höfðu allir unnið fyrir kvenstjórnanda á einhverjum tímapunkti á starfsferli sínum og svara út frá eigin reynslu. Niðurstöður rannsóknar sýndu að almennt er viðhorf karla á Íslandi mjög gott í garð þeirra kvenstjórnenda sem þeir höfðu starfað fyrir. Þeir telja sig í flestum tilfellum vera metna að verðleikum og að þátttaka þeirra og gildi séu virt og vel metin af kvenstjórnandanum sem þeir starfa fyrir. In the more recent years and decades, the participation of women in management has been in the spotlight, and still today we hear about how women are blocked from gaining managerial positions or that they are not valued for their worth. Many theories have been published to try and shed some light on why women face challenges when trying to climb the corporate ladder, there is also plenty of material out there that tries to establish how effective they are as managers. In Iceland there is little research material on this topic and therefore it is only natural to assume that the status for ...