Hvernig er komið til móts við börn með málþroskaraskanir í elsta árgangi leikskóla og fyrsta bekk grunnskóla á Akranesi?

Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig komið er til móts við börn með málþroskaraskanir í elsta árgangi leikskóla og fyrsta bekk grunnskóla á Akranesi. Í mörgum leik- og grunnskólum landsins er nemendum með málþroskaraskanir boðin stuðningur í einhversskonar mynd. Oft er um að ræða sérkennslu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Lilja Sigríður Hjaltadóttir 1974-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26038
Description
Summary:Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig komið er til móts við börn með málþroskaraskanir í elsta árgangi leikskóla og fyrsta bekk grunnskóla á Akranesi. Í mörgum leik- og grunnskólum landsins er nemendum með málþroskaraskanir boðin stuðningur í einhversskonar mynd. Oft er um að ræða sérkennslu af einhverju tagi eða stuðning í minni hópum. Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á það hvaða þjónustu börn með málþroskaraskanir fá og hvernig sú þjónusta er framkvæmd. Gerð var eigindleg viðtalsrannsókn þar sem tekin voru viðtöl við fjóra grunnskólakennara og þrjá leikskólakennara á Akranesi sem allir hafa reynslu af kennslu barna með málþroskaraskanir. Spurt var út í það hvernig stuðningi við nemendur með málþroskaraskanir er háttað í leik- og grunnskólum í sveitarfélaginu og helstu áherslur í kennslu. Þá var spurt út í viðhorf kennara gagnvart því að nýta upplýsingar frá leikskólum þegar nemendur flytjast á milli skólastiga. Helstu niðurstöður benda til þess að það sé að mestu leyti vel staðið að þjónustu við börn með málþroskaraskanir í sveitarfélaginu. Starfsfólk leik- og grunnskóla er meðvitað um mikilvægi snemmtækrar íhlutunar sem felst í því að greina vanda snemma og beita gagnreyndum aðferðum í kennslu. Boðið er upp á málörvunarhópa og sérkennslu þar sem lögð er áhersla á að byggja upp grunn að lestrarfærni með þjálfun í þeim þáttum er stuðla að góðri umskráningarfærni svo sem bókstafaþekkingu, hljóðkerfisvitund og orðaforða. Þá eru skilafundir leikskóla og grunnskóla á vorin þar sem farið er yfir helstu þarfir og upplýsingar um alla nemendur og er ánægja með fagmannlega og gagnlega fundi á báðum skólastigum. Segja má að leik- og grunnskólakennarar á Akranesi hafi ágæta þekkingu á málum barna með málþroskaraskanir og sinni þessum hópi eftir bestu getu. Abstract Resources and Support for Children with Language Impairment in Akranes commune, at Preschool and First grade Primary School. The goal of this research was to shed a light on the main teaching methods of children with Language Impairment ...