Skólahreysti : áhrif sjónvarpsefnis á skólabrag, hreyfingu og viðhorf grunnskólanema

Sjónvarpsefnið Skólahreysti hefur verið árlega á dagskrá RÚV síðastliðin 11 ár og verið afar vinsælt meðal unglinga og allra sem unna hreyfingu og íþróttum. Markmiðið með rannsókninni var að kanna hvort sjónvarpsefnið Skólahreysti hefði áhrif á hreyfingu grunnskólanemenda og hvert viðhorf þeirra vær...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jenný Ósk Þórðardóttir 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26031
Description
Summary:Sjónvarpsefnið Skólahreysti hefur verið árlega á dagskrá RÚV síðastliðin 11 ár og verið afar vinsælt meðal unglinga og allra sem unna hreyfingu og íþróttum. Markmiðið með rannsókninni var að kanna hvort sjónvarpsefnið Skólahreysti hefði áhrif á hreyfingu grunnskólanemenda og hvert viðhorf þeirra væri til Skólahreysti og almennrar hreyfingar. Önnur markmið voru að skoða hvaða áhrif umsjónarkennarar- og íþróttakennarar unglinganna telja sjónvarpsefnið Skólahreysti hafa á nemendur og hvaða álit þeir hafi sjálfir á því. Rannsóknin var unnin haustið 2015. Valdir voru með hentugleikaúrtaki þrír grunnskólar á Íslandi, einn á Suðurnesjum, einn í Kópavogi og einn í Reykjavík. Í ritgerðinni verða nöfn grunnskólanna ekki gefin upp heldur verður notast við dulnefnin Suðurnesjaskóli, Kópavogsskóli og Reykja-víkurskóli. Nemendur grunnskólanna í 8.-10. bekk (n=240) fengu spurninga¬lista til að svara en kennarar nemendanna (n=12 ) komu í viðtal til rannsakanda. Suðurnesjaskóli er einn af þeim skólum landins sem hefur unnið oftast til verðlauna. Kópavogsskóli er einn af þeim skólum sem hefur komist oftast í úrslit og loks er Reykjavíkurskóli sem er einn þeirra skóla sem hefur aldrei komist í úrslit í Skólahreysti. Í rannsókninni voru könnuð viðhorf nemenda til sjónvarpsefnisins Skólahreysti og til hreyfingar. Helstu niðurstöður voru að um 40,0% nemenda myndu vilja taka þátt í Skólahreysti fyrir hönd skóla síns. Í Suðurnesjaskóla myndu 48,4% nemenda vilja taka þátt í Skólahreysti. Um 43,8% nemenda í Kópavogsskóla gætu hugsað sér að taka þátt í keppninni en í Reykjavíkurskóla hafa 33,3% nemenda áhuga á að taka þátt í Skólahreysti fyrir hönd skóla síns. Árangur í keppninni virðist því greinilega skipta máli. Um 65,7% þátttakenda í heild hafa gaman af Skólahreysti og fylgjast með keppninni. Meiri en helmingur þátttakenda eða 55,1% telur að Skólahreysti auki ekki áhuga sinn á íþróttum eða hreyfingu almennt. Þátttakendur sem stunda skipulagða hreyfingu með íþróttafélagi eru samtals 140 eða 58% þeirra sem spurðir voru. Niðurstöður úr ...