„Þau eru náttúrulega orðin rosalega klár í að nota þessi vinnubrögð“ : þróun Byrjendalæsis í 4. bekk í grunnskóla eftir að innleiðingarferli lýkur

Kennsluhugmyndafræðin Byrjendalæsi (BL) snýst um að beita ákveðnu skipulagi og aðferðum til að efla læsi hjá byrjendum. Umdeilt hvort aðferðin skilar betri árangri en hefðbundin kennsla (hljóðaaðferð), þegar kemur að samræmdum prófum í 4. bekk. Viðfangsefni rannsóknarinnar var að skoða hvernig tilte...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðrún Kristjana Reynisdóttir 1984-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26018
Description
Summary:Kennsluhugmyndafræðin Byrjendalæsi (BL) snýst um að beita ákveðnu skipulagi og aðferðum til að efla læsi hjá byrjendum. Umdeilt hvort aðferðin skilar betri árangri en hefðbundin kennsla (hljóðaaðferð), þegar kemur að samræmdum prófum í 4. bekk. Viðfangsefni rannsóknarinnar var að skoða hvernig tiltekinn skóli, sem þróað hefur BL áfram á eigin forsendum allt upp í 4. bekk, hefur unnið úr hugmyndafræði Byrjendalæsis og sett sitt mark á hana eftir að innleiðingarferli undir stjórn Miðstöðvar skólaþróunar á Akureyri (MSHA) lauk. Skoðað er hvaða þættir halda áfram og hverjum er sleppt og hvort hægt sé að tala um að hugmyndafræði BL sé fylgt þegar skólinn fer sínar eigin leiðir við þróun hennar. Rannsóknin er eigindleg rannsókn þar sem gagna var aflað með vettvangsathugun og einstaklingsviðtölum við kennara og nemendur í 4. bekk, auk þess var rýnt í skrifleg gögn s.s. skólanámskrár, kennsluáætlanir og niðurstöður úr samræmdum prófum. Allir viðmælendurnir sögðust ánægðir með hugmyndafræðina meðal annars vegna þess að nemendur þekkja vinnubrögðin vel þegar þeir eru komnir í 4. bekk sem auðveldar vinnuna bæði fyrir þá og kennarana. Kennararnir voru sammála um að hugmyndafræðin geri það að verkum að kafað sé dýpra í efnið sem tekið er fyrir og þannig fái nemendur meira út úr kennslunni. Unnt er að vinna með getubreiðan nemendahóp og nemendurnir töldu sig hafa fengið tækifæri til að nýta styrkleika sína. Niðurstöður benda til þess að BL hafi jákvæð áhrif á gengi nemenda í grunnskólanum þar sem rannsóknin fór fram. Niðurstöður úr samræmdum prófum í íslensku í 4. bekk árið 2015 eru hærri nú en áður en innleiðing BL hófst í skólanum. Erfitt er að segja að eingöngu sé verið að fylgja hugmyndafræði BL því að skólarnir fara sínar eigin leiðir við þróun hennar þar sem þekking, reynsla og áhugi kennara og stjórnenda hefur áhrif. The aim of „Byrjendalæsi“ (BL) teaching philosophy is to apply well defined methods and procedures to both encourage and promote childrens reading skills in their first steps in learning how to read. ...