„Loksins er starfið sýnilegt“ : Facebook sem samskiptamiðill í leikskólastarfi

Efnisorð: Leikskóli Samskiptamiðlar Skráning Leikskólakennarar Upplýsingamiðlun Facebook Viðfangsefni þessarar rannsóknar var að skoða hvaða áhrif það hefur að nota samfélagsmiðilinn Facebook á tveimur leikskóladeildum í leikskóla í Reykjavík. Tilgangurinn var að skoða hvort sú leið að nota lokaða F...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Dagbjört Svava Jónsdóttir 1981-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25998
Description
Summary:Efnisorð: Leikskóli Samskiptamiðlar Skráning Leikskólakennarar Upplýsingamiðlun Facebook Viðfangsefni þessarar rannsóknar var að skoða hvaða áhrif það hefur að nota samfélagsmiðilinn Facebook á tveimur leikskóladeildum í leikskóla í Reykjavík. Tilgangurinn var að skoða hvort sú leið að nota lokaða Facebook-hópa til að miðla myndaefni frá leikskólastarfinu til foreldra hafi áhrif á ákveðna þætti leikskólastarfsins. Starfsfólk deildanna setti inn færslur á Facebook með myndefni ásamt skýringum um það starf sem sjá mátti á myndunum. Rannsóknin snýr að því að sjá hvaða áhrif sú aðferð hefur í för með sér, sérstaklega hvað varðar samskipti, fagmennsku starfsfólks og viðhorf foreldra til leikskólastarfsins. Rannsóknin fór fram skólaárið 2015-2016 í leikskóla sem var að hefja notkun Facebook-hópa á deildum eldri barna. Rannsóknin er eigindleg tilviksrannsókn og byggist á viðtölum og gögnum Facebook-hópanna. Tekin voru tvö hópviðtöl í einum leikskóla í Reykjavík þar sem rætt var við sjö starfsmenn og fjóra foreldra barna á tveimur deildum sem rannsóknin náði til. Rannsakandi studdist einnig við gögn úr vettvangsnámi sínu haustið 2015. Niðurstöður benda til þess að almenn ánægja sé með notkun Facebook-hópanna bæði meðal starfsfólks og foreldra. Með notkun hópanna má sjá áhrif á samskipti milli starfsfólks og foreldra sem birtast í auknum samræðum um nám og leik barnanna. Foreldrar virðast einnig upplýstari en áður um leikskólastarfið og þátttakendur eru sammála um að bæta megi almennum upplýsingum inn í hópana. Foreldrar segjast eiga innihaldsríkari samræður við börnin um leik þeirra í leikskólanum og veita námi þeirra meiri athygli. Samvinna og virkni í starfsmannahópnum virtist hafa aukist við notkun Facebook í starfi. Starfsfólkinu finnst vinnan í kringum Facebook-hópana hafa góð áhrif á sýn þeirra á nám og leik barnanna. Starfsfólki og foreldrum finnst óþægilegt að starfsfólk noti eigin snjallsíma til að taka myndefni af börnum og vilja nýta aðrar leiðir. Foreldrar vilja að Facebook-hóparnir haldi áfram og vilja ...