,,Við erum of fá" : starfstengd streita á meðal lögreglumanna sem sinna landamæraeftirliti á Keflavíkurflugvelli

Streita hefur að undanförnu hlotið æ meiri athygli sem viðvarandi þáttur í vinnuvernd. Áhætta sem tengist sálartetrinu og vinnutengdri streitu eru á meðal þeirra verkefna sem er hvað erfiðast að eiga við þegar kemur að vinnuvernd. Þessir þættir hafa afar mikil áhrif á einstaklinginn, heilbrigði hans...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Bjarney Sólveig Annelsdóttir 1979-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25991
Description
Summary:Streita hefur að undanförnu hlotið æ meiri athygli sem viðvarandi þáttur í vinnuvernd. Áhætta sem tengist sálartetrinu og vinnutengdri streitu eru á meðal þeirra verkefna sem er hvað erfiðast að eiga við þegar kemur að vinnuvernd. Þessir þættir hafa afar mikil áhrif á einstaklinginn, heilbrigði hans, afkomu fyrirtækja og hagkerfið í heild sinni. Stór hluti launþega í Evrópu telur streitu algenga á vinnustað sínum og talið er að hún valdi helmingi allra tapaðra vinnudaga. Meginmarkmið þessa verkefnis var að skoða starfstengda streitu á meðal lögreglumanna við landamæragæslu og leitast við að finna hverjir eru helstu orsakavaldar þeirra streitu og hvaða leiðir séu færar til þess að draga úr neikvæðum áhrifum streitu á lögreglumenn. Einnig var kannað hvort lögreglumenn hefðu upplifað starfsþrot. Gerð var eigindleg rannsókn og tekin viðtöl við lögreglumenn sem starfa við landamæragæslu á Keflavíkurflugvelli. Í niðurstöðum kemur fram að allir viðmælendur voru sammála því að starfið væri fjölbreytt, skemmtilegt og krefjandi en jafnframt að þeir hefðu á einhverjum tíma upplifað streitu í starfi. Dagarnir eru misjafnir hvað varðar streituupplifunina og einkenni hennar misjöfn. Ákveðin atriði í starfi lögreglumanns við landamæragæslu virðast leiða til streitu frekar en önnur. Daglegt áreiti, allt að því stöðugt, er of mikið, undirmönnun, fjárskortur og skilningsleysi stjórnvalda eru þættir sem nefndir voru sem streituvaldar. Nokkrir viðmælenda sögðust hafa upplifað starfsþrot. Viðmælendur segjast nota mismunandi aðferðir til þess að draga út streitu. Allir viðmælendur voru sammála um að það að dreifa verkefnum betur á milli manna væri nauðsynlegt til betri árangurs. Hvorki hefur verið gerð rannsókn á starfi lögreglumanna við landamæragæslu á Íslandi né eigindleg rannsókn á streitu á meðal lögreglumanna. Örfár megindlegar rannsóknir hafa verið gerðar á lögreglumönnum almennt á Íslandi er varðar streitu.