Gluggi tækifæranna opnast. Breytingar á Stjórnarráði Íslands í kjölfar hruns

Ritgerðin fjallar um þær breytingar sum urðu á Stjórnarráði Íslands og ráðuneytum þess kjörtímabilið 2009-2013. Saga Stjórnarráðsins er skoðuð, lagasetning um Stjórnarráðið 1969 og aðdragandi hennar. Skoðaðar eru breytingar á lögunum milli 1969 og 2011 að ný heildarlög voru sett um Stjórnarráð Íslan...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristín Ólafsdóttir 1971-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25968
Description
Summary:Ritgerðin fjallar um þær breytingar sum urðu á Stjórnarráði Íslands og ráðuneytum þess kjörtímabilið 2009-2013. Saga Stjórnarráðsins er skoðuð, lagasetning um Stjórnarráðið 1969 og aðdragandi hennar. Skoðaðar eru breytingar á lögunum milli 1969 og 2011 að ný heildarlög voru sett um Stjórnarráð Íslands og þær tilraunir sem gerðar voru en náðu ekki fram að ganga. Rannsóknaspurningar sem leitast er við að svara eru: Hvað varð til þess að breytingar á Stjórnarráði Íslands komust á dagskrá vorið 2009 og í framkvæmd á kjörtímabilinu 2009-2013? Hvað varð til þess að heildarendurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands komst á dagskrá 2009 og samþykkt voru ný lög um það haustið 2011? Til að svara þessum spurningum var saga Stjórnarráðs Íslands skoðuð, umræður á alþingi og niðurstöður nefnda sem fjölluðu um Stjórnarráðið og ráðuneytisskipan þess frá 1958-2011. Hér er um að ræða tilviksrannsókn þar sem skrifleg gögn og heimildir voru rýndar og viðtöl tekin við níu einstaklinga sem komu að þessum málum. Niðurstaða rannsóknarinnar er að fækkun ráðuneyta og heildarendurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands árin 2009-2012, hefði ekki orðið á þessum tíma nema fyrir efnahagshrunið haustið 2008. Hrunið var ástæða þess að gengið var til kosninga á þessum tíma, sem annars hefði ekki verið. Hrunið var ástæðan fyrir að þessir flokkar fengu meirihluta á Alþingi. Hrunið sýndi að kerfið hafði ekki séð í hvert stefndi og var vanhæft að taka á ástandinu sem skapaðist í kjölfarið og því þurfti að breyta kerfinu. Hrunið þýddi niðurskurð, alls staðar þurfti að skera niður og ráðuneytin voru ekki undanskilin. Hrunið var því megin orsök þess að stjórnkerfisbreytingar, sem ræddar höfðu verið, með mismiklum áherslum í fjóra áratugi og með auknum þunga síðasta áratuginn, komust loks í framkvæmd. This thesis deals with the structural changes made to the Government Offices of Iceland and its Ministries during the electoral term of 2009-2013. The history of the Government Offices is examined until legislation on Government Offices of Iceland was finally ...