Starfsánægja hjá Marel Beijing. Samanburðarrannsókn á starfsánægju starfsfólks höfuðstöðva og fjarvinnandi starfsfólks

Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA gráðu í kínverskum fræðum við deild erlendra tungumála í Háskóla Íslands. Samanburðarrannsókn var framkvæmd í höfuðstöðvum Marel í Kína sem staðsettar eru í Beijing, rannsóknin fólst í því að bera saman starfsánægju starfsfólks höfuðstöðvanna í Beijing og fjarvin...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jón Gunnar Kristjánsson 1992-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25956
Description
Summary:Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA gráðu í kínverskum fræðum við deild erlendra tungumála í Háskóla Íslands. Samanburðarrannsókn var framkvæmd í höfuðstöðvum Marel í Kína sem staðsettar eru í Beijing, rannsóknin fólst í því að bera saman starfsánægju starfsfólks höfuðstöðvanna í Beijing og fjarvinnandi starfsfólks. Leitast var svara við rannsóknarspurningunni: Hvernig er starfsánægja starfsfólks höfuðstöðva Marel í Beijing Kína samanborin við fjarvinnandi starfsfólk fyrirtækisins í Kína. Tilgangurinn var að veita Marel þessar upplýsingar til þess að bera saman við niðurstöður úr þeirra innanhússkönnun sem framkvæmd var fyrr á þessu ári. Gerð var megindleg rannsókn þar sem spurningakönnun var send í gegnum internetið á starfsfólk höfuðstöðva Marel í Kína og sami listi sendur á fjarvinnandi starfsfólk Marel í Kína og niðurstöður beggja hópa voru síðan bornar saman. Rannsóknin var unnin er höfundur var í starfsnámi hjá Marel í Beijing og var gerð í samráði við framkvæmdastjóra fyrirtækisins í Kína, sem síðan sá um að senda út könnunina á starfsfólk. Spurningum könnunarinnar var skipt upp í níu þætti og var hún byggð upp eftir vinnustaðagreiningu sem VR framkvæmir á hverju ári. Hverjum þætti var gefin heildareinkunn og síðan einkunnir beggja hópa bornar saman. Niðurstöður voru síðan settar upp í myndir og greindar.