Skaðabætur vegna samkeppnisbrota. Möguleikar tjónþola til að sækja bætur hér á landi og áhrif tilskipunar 2014/104/ESB

Í ritgerð þessari er fjallað um helstu reglur tilskipunar 2014/104/ESB og hvernig staðan í málum sem tilskipunin varðar er hér á landi í dag. Ljóst er að möguleikar tjónþola til þess að sækja skaðabætur vegna samkeppnisbrota fyrir íslenskum dómstólum eru að mörgu leyti góðir og réttur þeirra til þes...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Linda Ramdani 1991-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25950
Description
Summary:Í ritgerð þessari er fjallað um helstu reglur tilskipunar 2014/104/ESB og hvernig staðan í málum sem tilskipunin varðar er hér á landi í dag. Ljóst er að möguleikar tjónþola til þess að sækja skaðabætur vegna samkeppnisbrota fyrir íslenskum dómstólum eru að mörgu leyti góðir og réttur þeirra til þess að sækja bætur virkur. Stefnendur virðast ná nokkrum árangri eins og staðan er í dag, þrátt fyrir að engar sérstakar reglur hafi verið lögfestar. Rannsóknarefni ritgerðarinnar er hvernig lágmarkskröfum tilskipunarinnar er fullnægt hér á landi eins og er og hvaða breytinga sé þörf. Í forgrunni verður hvert raunverulegt markmið reglnanna sé og hvort þær séu í reynd til þess að fallnar að ná öllum markmiðum sínum. Horfa verður til samspils opinberrar beitingar skaðabótareglnanna og beitingar í samkeppnismálum. Ljóst er að þessi ólíku úrræði þjóna ekki að öllu leyti sömu markmiðum og geta á vissan hátt skarast. Fjallað er um ólík markmið opinbers eftirlits og skaðabótareglna ásamt samspilinu milli úrræðanna í öðrum kafla. Í þriðja kafla verður fjallað um aðstöðuna hér á landi og þær reglur sem gilda ásamt því að veitt verður yfirsýn yfir þá dóma sem hafa fallið. Í fjórða kafla verður horft til framkvæmdar í þremur öðrum Evrópuríkjum, annars vegar í Noregi og Danmörku þar sem breytingar sem tilskipunin gerir þar eru að mörgu leyti svipaðar og hér á landi og hins vegar í Bretlandi þar sem hvað mest framkvæmd hefur verið á þessu sviði og nýlegar breytingar verið gerðar til að bæta réttarstöðuna enn frekar. Þá verður farið yfir framkvæmd í Bandaríkjunum þar sem einkaréttarleg framkvæmd samkeppnisreglna á sér langa sögu og á sér stað í meiri mæli en opinber framkvæmd þeirra, gagnstætt við Evrópu. Í fimmta kafla verður farið yfir helstu reglur tilskipunarinnar, dóma hér á landi og fyrir dómstól ESB sem tengjast þeim, og dregið saman í lok hvers kafla hvort breytinga sé þörf hér á landi. Í sjötta kafla verður fjallað um álitaefni sem eru utan marka tilskipunarinnar en geta þó haft mikla þýðingu fyrir einkaréttarlega framkvæmd ...