Þroskaþjálfinn í grunnskólanum : hlutverk og skyldur

Þroskaþjálfum í grunnskólum fer ört fjölgandi og því þótti mér áhugavert að skoða hver þeirra hlutverk eru þar. Ég ákvað að einbeita mér að skólum á Akureyri og var rannsóknarspurningin því: hvaða hlutverki gegna þroskaþjálfar í grunnskólum Akureyrarbæjar? Til að geta svarað þeirri spurningu þurfti...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Helga Lúðvíksdóttir 1977-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25848
Description
Summary:Þroskaþjálfum í grunnskólum fer ört fjölgandi og því þótti mér áhugavert að skoða hver þeirra hlutverk eru þar. Ég ákvað að einbeita mér að skólum á Akureyri og var rannsóknarspurningin því: hvaða hlutverki gegna þroskaþjálfar í grunnskólum Akureyrarbæjar? Til að geta svarað þeirri spurningu þurfti fyrst að skoða sögu og þróun þroskaþjálfastéttarinnar, eftir hvaða lögum og reglugerðum hún vinnur ásamt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Einnig var mikilvægt að skoða lög og reglugerðir er lúta að grunnskólastarfi. Ég skoðaði eftir hverju þroskaþjálfar í nokkrum grunnskólum á Akureyri starfa og bar saman við starfslýsingar sem þroskaþjálfar í grunnskólum Reykjavíkurborgar eru með. Niðurstaðan sem ég komst að var að það væri æskilegt að til væru skýrar starfslýsingar fyrir þroskaþjálfa í grunnskólum Akureyrar. Það þurfa allar starfsstéttir greinargóðar lýsingar á sínu starfi, með því gengur samvinna mismunandi fagaðila betur og allir vita hvert þeirra hlutverk og ábyrgðarsvið er. Akureyrarbær er að endurskoða skólastefnu bæjarins og eru að skoða hvaða stefnu þeir vilja taka í skólamálum og tel ég að með því að skýra hlutverk allra starfsmanna innan skólanna í þeirri vinnu yrði til mikillar bóta fyrir skólasamfélag bæjarins.