Þjónusta við ung fötluð börn og fjölskyldur þeirra í Reykjavík og Kaupmannahöfn : með áherslu á fjölskyldumiðaða þjónustu og snemmtæka íhlutun

Í þessari ritgerð verður fjallað um þjónustu við ung fötluð börn og fjölskyldur þeirra í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Markmiðið með ritgerðinni var að kanna hvort þjónusta við fötluð börn væri hugsuð útfrá þörfum fjölskyldunnar. Því ákváðum við að kanna þjónustuna sem borgirnar veita fötluðum börnum...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Helena Rut Einarsdóttir 1984-, Andrea Björk Sigurvinsdóttir 1984-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25845
Description
Summary:Í þessari ritgerð verður fjallað um þjónustu við ung fötluð börn og fjölskyldur þeirra í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Markmiðið með ritgerðinni var að kanna hvort þjónusta við fötluð börn væri hugsuð útfrá þörfum fjölskyldunnar. Því ákváðum við að kanna þjónustuna sem borgirnar veita fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra, útfrá gildandi lögum og alþjóðasamningum með áherslu á snemmtæka íhlutun og fjölskyldumiðaða þjónustu. Rannsóknarspurningarnar voru: Hvaða þjónusta er í boði fyrir ung fötluð börn og fjölskyldur þeirra miðað við gildandi lög, reglugerðir og alþjóðasáttmála? Er sú þjónusta fjölskyldumiðuð? Verkefnið er heimildaritgerð byggð á eigindlegri aðferðafræði, þar sem upplýsinga er aflað úr lögum, opinberum gögnum, fræðiritum og heimasíðum borganna. Niðurstöðurnar benda til þess að stefnur borganna í málefnum fatlaðra barna sé að mestu fjölskyldumiðuð. Foreldrum er veittur stuðningur og fagleg ráðgjöf ásamt því sem þjónustan er aðlöguð að barninu og fjölskyldu þess. Fatlað barn tilheyrir fjölskyldu og því ber að þjónusta fjölskylduna sem heild til þess að auka lífsgæði barnsins með framtíð þess í huga. Munurinn á þjónustunni á milli borganna liggur helst í dagvistunarformum. í Reykjavík ganga flest börn í almenna leikskóla án aðgreiningar á meðan boðið er uppá fjölbreytt dagvistunarform í Kaupmannahöfn sem geta ýtt undir aðgreiningu.