SitStretch - Teygjur fyrir skrifstofufólk

“SitStretch - teygjur fyrir skrifstofufólk” er lokaverkefni í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík sem unnið var í samstarfi með SitStretch. SitStretch er forrit sem notandinn greiðir fyrir og niðurhalar á tölvuna sína sem hvetur skrifstofufólk til þess að standa upp, liðka sig og stunda hreyfing...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Arnar Gauti Ingason 1991-, Atli Guðlaugsson 1992-, Ómar Óskarsson 1993-, Snæbjörn Þórir Eyjólfsson 1993-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Report
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25775
Description
Summary:“SitStretch - teygjur fyrir skrifstofufólk” er lokaverkefni í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík sem unnið var í samstarfi með SitStretch. SitStretch er forrit sem notandinn greiðir fyrir og niðurhalar á tölvuna sína sem hvetur skrifstofufólk til þess að standa upp, liðka sig og stunda hreyfingu á vinnutíma. Forritið sendir notandanum teygjumyndbönd á vissum fresti sem notandinn fylgir eftir á meðan setið er við tölvuna. Tilgangur verkefnisins var að smíða vefútgáfu af SitStretch sem keyrir eingöngu í vafra og gerir notendum kleift að skrá sig í áskrift að kerfinu. Meginástæða þess að ráðist var í þetta verkefni var tilkoma Desktop Notification API fyrir alla helstu vafra. Það gerir vefforritum kleift að birta notendum tilkynningar á þeirra eigin tölvu og bregðast við því þegar notandinn smellir á þessar tilkynningar. Ennfremur stóð til að endurhanna viðskiptamódel kerfisins með því að leyfa notanda að skrá sig í áskrift, bjóða upp á fleiri stillingar fyrir notanda, innleiða auðkenningarferli fyrir kerfið og skrifa stjórnendasíðu fyrir kerfið þar sem eigendur geta upphalað nýjum teygjumyndböndum og breytt þeim sem þegar eru inni. Eigendur lögðu upp með í upphafi verkefnis að öll uppsetning, hönnun og útfærsla á kerfinu yrði algjörlega í höndum nemenda. Við ákváðum að þetta skipulag gæfi okkur frelsi til þess að útfæra lausnina á eins metnaðarfullan hátt og við vildum og því völdum við SitStretch.