Sameining þjónustuskrifstofa Evrópuáætlana

Viðfangsefni þessa verkefnis er að skoða hvort æskilegt er að sameina þjónustuskrifstofur Evrópumála sem reknar eru í Reykjavík á einn stað. Um hagnýta rannsókn er að ræða að því leiti að henni er ætlað að sýna fram á hvort ákjósanlegt er að sameina þær skrifstofur sem hér er um fjallað. Og hvort ný...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ásta Sif Erlingsdóttir 1952-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2006
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25755
Description
Summary:Viðfangsefni þessa verkefnis er að skoða hvort æskilegt er að sameina þjónustuskrifstofur Evrópumála sem reknar eru í Reykjavík á einn stað. Um hagnýta rannsókn er að ræða að því leiti að henni er ætlað að sýna fram á hvort ákjósanlegt er að sameina þær skrifstofur sem hér er um fjallað. Og hvort nýta ætti þær breytingar sem nú eru að verða á öllum áætlununum til breytinga á rekstri. Skipulögð og samræmd úttekt á vilja og forgangsröðun stjórnenda og stjórnvalda hefur ekki verið gerð áður. Rannsóknin gæti því að nýst stjórnendum skrifstofanna og stjórnvöldum við ákvörðunartöku í framtíðinni. Kenningar leikjafræðinnar eru nýttar í rannsókninni og gengið út frá því að staðan í dag sé í „Nash jafnvægi” . Í upphafi er stöðunni eins og hún er í dag lýst og settar fram tillögur að úrlausnum, sem viðmælendur voru beðnir um að taka afstöðu til. Í framhaldi af því eru leiddar líkur að því hvort jafnvægi verði náð eftir breytingar. Helstu niðurstöður eru þær að þrátt fyrir mikinn vilja allra viðmælenda minna til aukins samstarfs, virðist ekki tímabært að sameina allar skrifstofurnar á einn stað. Hins vegar er eindreginn vilji allra til þess að efla Evrópuhópinn, samstarfsvettvang Evrópuáætlana á Íslandi, og auka samstarf við kynningar og upplýsingagjöf verulega. Þar sem fullkomin óvissa ríkir enn um rekstur, staðsetningu og framkvæmd á einni af áætlununum, er staðan ekki í Nash jafnvægi í upphafi árs 2007.