Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á norðurheimskautinu. Breytingar í menningu inúíta: Ógn eða tækifæri?

Afleiðingar loftslagsbreytinga á vistkerfi jarðar er vaxandi alþjóðlegt umræðuefni. Mönnum er orðið ljóst að þær hafa hvað mest áhrif á norðurskautssvæðið þar sem sífrerinn er á undanhaldi og sumar plöntu- og dýrategundir hopa undan breyttum lífsskilyrðum en aðrar breiðast út. Tilgangur þessa verkef...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sjöfn Helgadóttir Bachmann 1957-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25742
Description
Summary:Afleiðingar loftslagsbreytinga á vistkerfi jarðar er vaxandi alþjóðlegt umræðuefni. Mönnum er orðið ljóst að þær hafa hvað mest áhrif á norðurskautssvæðið þar sem sífrerinn er á undanhaldi og sumar plöntu- og dýrategundir hopa undan breyttum lífsskilyrðum en aðrar breiðast út. Tilgangur þessa verkefnis er að skoða hvaða áhrif breytingar á loftslagi geta haft á menningararf inúíta í Kanada, Alaska og á Grænlandi. Markmiðið er að setja fram bæði neikvæðar og jákvæðar hliðar þessara breytinga og hvernig inúítar hafa aðlagast þeim með breyttum lífsstíl. Afleiðingar hlýnunar á norðurskautssvæðinu eru meðal annars þær að stjórnvöld og ýmsir aðilar eru farnir að hafa aukin afskipti af heimalandi inúítanna og vegna aukinna flug- og skipaferða þangað koma ferðamenn víðsvegar að til að upplifa umhverfi ólíkt heimahögum sínum. Sjónarhóll fjölmiðla og margra vísindamanna annars vegar og mannfræðinnar hins vegar er skoðaður þar sem nálgun þeirra á viðfangsefnið er gjörólík. Spurningin er hvort ógnin við breyttar aðstæður vegi meira en þau tækifæri sem bjóðast. Líta má á þær sem tækifæri fyrir þá sem vilja nálgast nútímatæknivæðingu á meðan að mörgum innan inúítasamfélagsins finnst menningararfi þeirra ógnað og að hæfni þeirra til að lifa af við erfiðar aðstæður geti fjarað út. The consequences of climate change on the Earth's ecosystem has become international discourse. Humans have realized they have the greatest impact on the Arctic where permafrost and wildlife is retreating which causes changing living conditions. The purpose of this project is to review how this affects the cultural heritage of the Inuits in Canada, Alaska and Greenland. The goal is to present both the negative and positive aspects of these changes and how the Inuits have adapted to them by changing their lifestyle. Consequences of climate change in the Arctic include increased intervention from governments and various parties and due to increased air and sea travel, tourists from all over show increased interest of the Inuit’s homeland. Views of the ...