Mikilvægi stafrænnar markaðssetningar hjá veitingastöðum í Reykjavík

Stafræn markaðssetning hefur farið vaxandi síðastliðinn áratug. Fyrirtæki sem vilja keppa á nútímamarkaði verða að tileinka sér þetta tiltölulega nýja form markaðssetningar ef þau vilja vera samkeppnishæf á markaðinum. Veitingastaðir eru þar engin undantekning en veitingastaðir í Reykjavík hafa átt...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Gunnar Emil Eggertsson 1993-, Maron Þór Guerreiro 1993-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25396
Description
Summary:Stafræn markaðssetning hefur farið vaxandi síðastliðinn áratug. Fyrirtæki sem vilja keppa á nútímamarkaði verða að tileinka sér þetta tiltölulega nýja form markaðssetningar ef þau vilja vera samkeppnishæf á markaðinum. Veitingastaðir eru þar engin undantekning en veitingastaðir í Reykjavík hafa átt góðu gengi að fagna undanfarin ár vegna aukningar ferðamanna. Viðfangsefni þessa rannsóknarverkefnis er mikilvægi stafrænnar markaðssetningar hjá veitingastöðum í Reykjavík og hvaða þættir innan hennar eru þar mikilvægastir. Framkvæmdar voru tvær rannsóknir, annars vegar megindleg rannsókn og hins vegar eigindleg rannsókn. Eigindleg rannsókn verkefnisins var í formi viðtala við fjóra sérfræðinga um stafræna markaðssetningu hjá veitingastöðum. Sérfræðingarnir höfðu ólíkan bakgrunn og höfðu sérþekkingu á sitthvoru sviðinu tengt málefninu. Megindleg rannsókn verkefnisins var spurningakönnun sem lögð var fyrir 212 þátttakendur í gegnum samfélagsmiðla. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að stafræn markaðssetning er gífurlega mikilvæg fyrir veitingastaði og mikilvægustu þættir hennar eru samfélagsmiðillinn Facebook, vefsíða veitingastaðarins og umsagnavefsíðan TripAdvisor. Stafræn markaðssetning er framtíðin og verða veitingastaðir að tileinka sér notkun hennar til þess að heltast ekki úr lestinni.