Mannauðinn í öndvegi - Innleiðing mannauðsstjórnunar í sjávarútvegsfyrirtækið Stakkavík ehf.

Breytingar í rekstrarumhverfi fyrirtækja hafa kallað á breytingar í mannauðsmálum þeirra. Mannauðsstjórnun eru allar þær aðgerðir sem snúa að starfsfólki fyrirtækja en hún hefur það að markmiði að hámarka starfsánægju og frammistöðu mannauðs og um leið skilvirkni fyrirtækisins. Innleiðing mannauðsst...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ásta Katrín Gestsdóttir 1992-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25345
Description
Summary:Breytingar í rekstrarumhverfi fyrirtækja hafa kallað á breytingar í mannauðsmálum þeirra. Mannauðsstjórnun eru allar þær aðgerðir sem snúa að starfsfólki fyrirtækja en hún hefur það að markmiði að hámarka starfsánægju og frammistöðu mannauðs og um leið skilvirkni fyrirtækisins. Innleiðing mannauðsstefnu er mikilvæg fyrir fyrirtæki, en til þess að slíkt skili sem mestum árangri þarf hún að vera í takt við heildarstefnu fyrirtækisins. Þetta verkefni fjallar um átta helstu aðgerðir mannauðsstjórnunar; starfsgreiningu og hönnun starfa, áætlanagerð í mannauðsmálum, ráðningar, starfsmannaval, þjálfun og þróun, laun og starfskjör, frammistöðustjórnun og starfsmannatengsl. Fræðileg umfjöllun er um hverja aðgerð fyrir sig, ásamt umræðum um stöðu sjávarútvegsfyrirtækisins Stakkavíkur ehf. í hverri fyrir sig. Einnig eru ráðleggingar um hvað Stakkavík ehf. getur gert betur á hverju sviði. Stakkavík ehf. er útgerð og ferskfiskvinnsla í Grindavík. Fyrirtækið var stofnað af Ólafi Gamalíelssyni og sonum hans, Hermanni og Gesti, ásamt eiginkonu Hermanns og tengdaföður, árið 1988. Í dag, 28 árum seinna, starfa um 100 manns í fyrirtækinu, til sjós og lands. Markmiðið með þessu verkefni er að veita Stakkavík ehf. greiningu og ráðgjöf varðandi mannauðsmál í fyrirtækinu, sem það getur nýtt sem drög að mannauðsstefnu. Notfæri Stakkavík ehf. sér þessi drög, geta þau veitt þeim samkeppnisforskot á markaði. Changes in the business environment have called for changes in human resources. Human resource management means all the practices that have to do with organizations’ employees, and its goal is to culminate job satisfaction and employee performance, as well as the efficiency of the organization. It is important to implement a human resource strategy in organizations, but for it to succeed, it needs to align with the organizational strategy. This paper takes on the eight major practices of human resource management; job analysis and job design, planning, recruitment, selection, training and development, compensation, performance ...