Hraður hjartsláttur nýrrar borgar : endurskoðun á húsnæðis- og þróunarsögu Reykjavíkur á fyrri hluta 20. aldar

Það er partur af mannlegu eðli að vilja hafa vald og skilning á umhverfi sínu og aðstæðum, en þannig reynum við í sífellu að búa okkur til kerfi til þess að aðlagast nærumhverfi okkar hverju sinni. Ein helsta birtingarmynd þess er að eiga sér þak yfir höfuðið, en þannig staðsetjum við okkur einnig i...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Inga Rán Reynisdóttir 1993-
Other Authors: Listaháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25297
Description
Summary:Það er partur af mannlegu eðli að vilja hafa vald og skilning á umhverfi sínu og aðstæðum, en þannig reynum við í sífellu að búa okkur til kerfi til þess að aðlagast nærumhverfi okkar hverju sinni. Ein helsta birtingarmynd þess er að eiga sér þak yfir höfuðið, en þannig staðsetjum við okkur einnig innan ákveðins félagsmengis og þjóðfélags. Í upphafi tuttugustu aldar tók Ísland að þróast sem nýtt lýðræðissamfélag og í kjölfarið hófst hröð þéttbýlismyndun í Reykjavík. Verður hér gerð grein fyrir þróunarsögu Reykjavíkur á fyrri hluta tuttugustu aldar með ríka áherslu á híbýli fólks við uppbyggingu borgarinnar og hvernig ójöfunuður innan samfélagsins birtist í skipulagi byggða umhverfisins. Notast verður við kenningar heimspekinganna Gilles Deleuze og Félix Guattari um tvenns konar rýmisástand, smooth og striated, eða rákað og samfellt, til að varpa nýju ljósi á viðfangsefnið og ályktað hvernig manneskjan tekur með sér siði og áhrif úr umhverfi sínu hverju sinni til þess að ná valdi á aðstæðum með nýju valdakerfi, sem leysir upp ríkjandi vald, þvert á stofn stigveldisins. Mörkin milli skipulags og óútreiknanleika virðast kannski vera skýr í fyrstu en draga má fram þá niðurstöðu að þetta tvenns konar rýmisástand geti verið ansi ógreinilegt og vill oft fléttast saman. Mætti segja um marga þá borgarbúa sem fluttu til Reykjavíkur eða höfuðborgarsvæðisins úr dreifbýlinu á tuttugustu öldinni að þeir hafi að vissu leyti aldrei flutt úr sveitinni, heldur hafi hún búið innra með þeim alla tíð og sá uppruni hafi að mörgu leyti verið mikilvægari fyrir þá heldur en framtíð þeirra í borgarsamfélaginu. Þannig tókst íbúum að leysa upp skipurit borgarinnar með ýmsu í lifnaðarháttum sínum, sem hafði gríðarleg áhrif á uppbyggingu hennar. Við þessa endurskoðun, má því leggja fram að þjóðfélag og borgarmyndunin er sífellt í ákveðinni hringrás, sem hægt er að yfirfæra á ýmislegt annað í samfélaginu, til að opna ný sjónarhorn og skoða með gagnrýnum augum.