Minni hávaði - betri hljóðvist - meiri þekking

Verkefnið er lokað til 31.5.2017. Hávaði og ærslagangur hefur fylgt börnum frá ómunatíð og þar sem börn eru saman komin vill oft verða líf og fjör. Leik og athöfnum barna fylgja oft mikil hljóð og jafnvel hávaði, þótt það sé einstaklingsbundið hvað fólk skilgreinir sem hávaða. Umfjöllunarefni þessar...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Kristín Sigurðardóttir 1964-, Anna R. Árnadóttir 1959-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25231
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 31.5.2017. Hávaði og ærslagangur hefur fylgt börnum frá ómunatíð og þar sem börn eru saman komin vill oft verða líf og fjör. Leik og athöfnum barna fylgja oft mikil hljóð og jafnvel hávaði, þótt það sé einstaklingsbundið hvað fólk skilgreinir sem hávaða. Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er hávaði í leikskólastarfi og leitast verður við að skilgreina hávaða og áhrif hans á börn og starfsmenn. Kveikjan að efnisvalinu eru áhyggjur leikskólakennara og annarra fagmanna af því að börn nái ekki að nýta sér það nám sem í boði er í leikskólum vegna hávaða. Höfundar rýndu í ýmsar heimildir, bækur, tímaritsgreinar, skýrslur og fleira sem skrifaðar hafa verið um hávaða og áhrif hans á börn í leikskólum. Leyfi var fengið til þess að rýna í og nota nokkrar spurningar úr óbirtri rannsókn sem lögð var fyrir starfsmenn 12 leikskóla á Akureyri í nóvember 2015. Þeir voru meðal annars spurðir út í hávaða, heyrn, raddheilsu og fræðslu um skaðsemi hávaða. Niðurstöður voru greindar og bornar saman við það sem fram kom í þeim heimildum sem höfundar kynntu sér. Rannsóknir benda til að hávaði sé víða í umhverfi barna og getur hann haft víðtæk áhrif. Svipaðar niðurstöður fengust í rannsókninni í leikskólum á Akureyri. Niðurstöður sýna að mikill hávaði kemur frá börnunum sjálfum ásamt leikefni og búnaði skóla. Ýmsar vísbendingar eru um að barnahópar í leikskólum séu of fjölmennir í litlum rýmum og því nauðsynlegt að rýna í fjölda barna á hverjum stað á hverjum tíma. Jafnframt sýna niðurstöður að hávaðinn er töluverður frá starfsfólkinu sjálfu og því mikilvægt að skoða, meðal annars raddmenningu hvers skóla og skólastefnu. Þegar horft er til framtíðar þarf hver skóli að skoða starfshætti sína og huga að þeim aðferðum sem eru best til þess fallnar að bæta náms- og starfsumhverfi skólanna og vinna markvisst að því að draga úr hávaða. For as long as we can remember, noise and commotion have been a part of children´s play. Where children come together we can be sure to find action and excitement, and children´s play ...