Íþróttir og nám : tengsl íþróttaiðkunar og námsárangurs

Viðfangsefni þessarar B.Ed. ritgerðar er námsárangur íþróttafólks og leitast er eftir að kanna tengsl á milli íþróttaiðkunar og góðs námsárangurs. Saga íþróttakennslu á Íslandi var skoðuð ásamt því að kanna stöðu hennar í dag. Einnig var kannað hvernig megi aðstoða nemendur við að samræma íþróttaiðk...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Jón Heiðar Magnússon 1991-, Jón Heiðar Sigurðsson 1991-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25230
Description
Summary:Viðfangsefni þessarar B.Ed. ritgerðar er námsárangur íþróttafólks og leitast er eftir að kanna tengsl á milli íþróttaiðkunar og góðs námsárangurs. Saga íþróttakennslu á Íslandi var skoðuð ásamt því að kanna stöðu hennar í dag. Einnig var kannað hvernig megi aðstoða nemendur við að samræma íþróttaiðkun og nám og hvaða leiðir íslenskir grunn- og framhaldsskólar geta boðið upp á til þess. Fjallað er um afreksíþróttasvið og íþróttaakademíur en í ritgerðinni er sagt frá þremur skólum sem bjóða upp á slíkar námsleiðir. Einnig var leitast eftir að skilgreina hugtök og útskýra stefnur varðandi afreksíþróttir. Í ritgerðinni er greint frá niðurstöðum könnunar sem gerð var en þar voru átta kennarar í grunn- og framhaldsskóla spurðir út í tengsl á milli námsárangurs og íþróttaiðkunar nemenda. Niðurstöður könnunarinnar sýndu að kennarar voru ekki sammála um að íþróttaiðkun hefði góð áhrif á námsárangur. Samkvæmt þeirra reynslu fer námsárangur íþróttafólks aðallega eftir því hversu vel þeim tekst að samræma nám sitt og íþrótt. Samkvæmt niðurstöðunum þurfa nemendur sem sinna íþrótt sinni að fullu oft að fá frí vegna æfinga eða keppnisferða en fyrir utan það eru þeir yfirleitt með góða mætingu í skólann. Niðurstöðurnar benda til þess að íþróttafólk sé duglegt að mæta í skólann og láti ekki æfingar eða keppnisferðir koma í veg fyrir það að það sinni námi sínu. Samkvæmt könnuninni voru þó ekki allir sammála um það hversu langt forvarnagildi íþrótta næði til iðkenda varðandi áfengis- og vímuefnanotkun en voru samt sem áður sammála um að hreyfing og heilbrigt líferni væri mikilvægur þáttur í námsárangri nemenda og þar væri forvarnagildi íþrótta ótvírætt. Erfitt er að alhæfa út frá niðurstöðum könnunarinnar þar sem úrtakið er mjög lítið en niðurstöðurnar eru þó í miklu samræmi við stærri rannsóknir sem fjallað er um í ritgerðinni. The topic of this thesis is the connection between academic achievement and sports participation. We discuss the history of physical education in Iceland and look at its situation today. We also examine ...