Allir geta eitthvað, enginn getur allt! : viðhorf nemenda og foreldra barna í 8. bekk Borgarhólsskóla til námsefnis og kennslu

Á Íslandi ríkir menntastefna sem kveður á um að öll börn hafi sama rétt til náms í sínum heimaskóla óháð getu og færni og njóti sömu eða sambærilegrar menntunnar í umhverfi sem veitir þeim öryggi og hlýju. Þessi menntastefna hefur verið bundin í lögum frá árinu 2008 á Íslandi en hefur hinsvegar veri...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kiddý Hörn Ásgeirsdóttir 1985-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25224
Description
Summary:Á Íslandi ríkir menntastefna sem kveður á um að öll börn hafi sama rétt til náms í sínum heimaskóla óháð getu og færni og njóti sömu eða sambærilegrar menntunnar í umhverfi sem veitir þeim öryggi og hlýju. Þessi menntastefna hefur verið bundin í lögum frá árinu 2008 á Íslandi en hefur hinsvegar verið töluvert lengur í mótun. Menntastefnan kallast Skóli án aðgreiningar og segir til um að skólar og starfsmönnum þeirra beri skylda til þess að koma til móts við misjafnar þarfir nemenda. Skóli án aðgreiningar er skóli sem byggir á manngildi, lýðræði og félagslegu réttlæti. Fjölbreytileikinn á að njóta sín með einstaklingsmiðuðu námi þar sem markmiðið er að sníða stakk eftir vexti. Þessi ritgerð byggir á rannsókn á viðhorfum nemenda einnar bekkjardeildar í Borgarhólsskóla á Húsavík og foreldra þeirra til námsefnis og kennslu. Kannað var hvort að nemendur og foreldrar þeirra telji að námsefnið sem unnið er með sé við hæfi, sé þeim erfitt eða auðvelt. Rannsóknin er megindleg þversniðsrannsókn sem byggir á hentugleikaúrtaki. Spurningalisti var lagður fyrir nemendur í 8. bekk Borgarhólsskóla og foreldra þeirra. Niðurstöður hans voru um margt áhugaverðar og sýna heilt yfir jákvætt viðhorf til námsefnis og kennslu. Nemendur sem og foreldrar töldu hinsvegar sig og börnin sín ráða við erfiðara námsefni í einstaka fögum sem og að þurfa auðveldara námsefni. Einnig sýndu niðurstöður að námsaðlögun ætti sér stað að einhverju leyti, bæði sem stuðningur inni í bekk en einnig í formi sérkennslu í öðru rými en almenn bekkjarkennsla fór fram. In Iceland there is educational policy wich inquiers that all children, regardless of ability and skills, have the same right to education in their local schools. Enjoy the same or equival education in an environment that provides them security and warmth. This educational policy has been statutory since 2008 in Iceland, however, it has been considerably longer in shaping. This educational policy is called Inclusive education and determines that schools and their employees are required to cater ...